Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Síða 53

Andvari - 01.01.2010, Síða 53
ANDVARI BJÖRN ÓLAFSSON 51 Jónssonar, dómkirkjuprests í Reykjavík. Studdi Björn Ólafsson þessa afstöðu flokksins, þótt einnig væru í framboði tveir gamlir kunn- ingjar hans, þeir Ásgeir Ásgeirsson og Gísli Sveinsson.133 Varð Ásgeir hlutskarpastur í forsetakjöri, ekki síst vegna öflugs stuðnings tengdasonar síns, Gunnars Thoroddsens, borgarstjóra í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig tveimur þingsætum í kosningunum 1953, svo að talið var eðlilegt, að forsætisráðherra kæmi úr honum. Ólafur Thors myndaði stjórnina og tók með sér úr flokknum Bjarna Benediktsson og Ingólf Jónsson, en Björn Ólafsson vék. Ólafur skrif- aði Thor, bróður sínum, til Bandaríkjanna, að mörgum hefði þótt gott að sjá Björn víkja fyrir Ingólfi, en bætti við: „Um Björn vil ég þó taka fram, að ég hefi kunnað ágætlega við hann sem ráðherra og efast mjög mikið um, að aðrir reynist samvinnuþýðari. En vinsældir hans eru í engu samræmi við hæfileika hans, og auk þess vildi hann sjálfur ekki vera áfram.“ Kvaðst Ólafur myndu sakna samstarfsins við hann.134 10. Björn sneri sér að rekstri fyrirtækja sinna, eftir að hann steig upp af ráðherrastóli 1953, en hálfbróðir hans, Guðmundur Elísson, hafði aðstoðað hann við það, á meðan annir hans í stjórnmálum voru sem mestar. Stofnaði Björn olíufélagið Skeljung 9. desember 1955 ásamt nokkrum öðrum kaupsýslumönnum, þar á meðal Hallgrími Hallgrímssyni, tengdasyni Olafs Thors, Geir Hallgrímssyni, syni Hallgríms Benediktssonar, Guido Bernhöft heildsala og Halldóri H. Jónssyni, tengdasyni Garðars Gíslasonar.135 Tók það fyrirtæki við sölukerfi Shell á íslandi, sem stofnað hafði verið 1929 með aðild hins erlenda olíufélags, en það var smám saman keypt út. Sat Björn um árabil í stjórn Skeljungs. Björn sat einnig lengi í stjórn Flugfélags íslands, sem stofnað var 1937, meðal annars með þeim Guðmundi Vilhjálmssyni, forstjóra Eimskipafélags íslands, Bergi Gíslasyni heild- sala, syni Garðars Gíslasonar, og Richard Thors útgerðarmanni, bróður Ólafs. Flugfélag íslands var sem kunnugt er sameinað Loftleiðum í nýtt fyrirtæki, Flugleiðir, 1971. Var Björn Olafsson á efri árum áreiðanlega einn auðugasti íslendingur síns tíma. Á útmánuðum 1954 sat Björn Ólafsson ásamt Hermanni Jónassyni, Hans G. Andersen þjóðréttarfræðingi og fleirum í viðræðunefnd við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.