Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 53
ANDVARI
BJÖRN ÓLAFSSON
51
Jónssonar, dómkirkjuprests í Reykjavík. Studdi Björn Ólafsson þessa
afstöðu flokksins, þótt einnig væru í framboði tveir gamlir kunn-
ingjar hans, þeir Ásgeir Ásgeirsson og Gísli Sveinsson.133 Varð
Ásgeir hlutskarpastur í forsetakjöri, ekki síst vegna öflugs stuðnings
tengdasonar síns, Gunnars Thoroddsens, borgarstjóra í Reykjavík.
Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig tveimur þingsætum í kosningunum
1953, svo að talið var eðlilegt, að forsætisráðherra kæmi úr honum.
Ólafur Thors myndaði stjórnina og tók með sér úr flokknum Bjarna
Benediktsson og Ingólf Jónsson, en Björn Ólafsson vék. Ólafur skrif-
aði Thor, bróður sínum, til Bandaríkjanna, að mörgum hefði þótt gott
að sjá Björn víkja fyrir Ingólfi, en bætti við: „Um Björn vil ég þó taka
fram, að ég hefi kunnað ágætlega við hann sem ráðherra og efast mjög
mikið um, að aðrir reynist samvinnuþýðari. En vinsældir hans eru í
engu samræmi við hæfileika hans, og auk þess vildi hann sjálfur ekki
vera áfram.“ Kvaðst Ólafur myndu sakna samstarfsins við hann.134
10.
Björn sneri sér að rekstri fyrirtækja sinna, eftir að hann steig upp
af ráðherrastóli 1953, en hálfbróðir hans, Guðmundur Elísson, hafði
aðstoðað hann við það, á meðan annir hans í stjórnmálum voru
sem mestar. Stofnaði Björn olíufélagið Skeljung 9. desember 1955
ásamt nokkrum öðrum kaupsýslumönnum, þar á meðal Hallgrími
Hallgrímssyni, tengdasyni Olafs Thors, Geir Hallgrímssyni, syni
Hallgríms Benediktssonar, Guido Bernhöft heildsala og Halldóri H.
Jónssyni, tengdasyni Garðars Gíslasonar.135 Tók það fyrirtæki við
sölukerfi Shell á íslandi, sem stofnað hafði verið 1929 með aðild
hins erlenda olíufélags, en það var smám saman keypt út. Sat Björn
um árabil í stjórn Skeljungs. Björn sat einnig lengi í stjórn Flugfélags
íslands, sem stofnað var 1937, meðal annars með þeim Guðmundi
Vilhjálmssyni, forstjóra Eimskipafélags íslands, Bergi Gíslasyni heild-
sala, syni Garðars Gíslasonar, og Richard Thors útgerðarmanni, bróður
Ólafs. Flugfélag íslands var sem kunnugt er sameinað Loftleiðum í nýtt
fyrirtæki, Flugleiðir, 1971. Var Björn Olafsson á efri árum áreiðanlega
einn auðugasti íslendingur síns tíma.
Á útmánuðum 1954 sat Björn Ólafsson ásamt Hermanni Jónassyni,
Hans G. Andersen þjóðréttarfræðingi og fleirum í viðræðunefnd við