Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2010, Page 69

Andvari - 01.01.2010, Page 69
andvari DÓMSDAGSMYND GUNNARS GUNNARSSONAR 67 frásagnarháttar Vikivaka og Svartfugls. í síðarnefnda verkinu er atburðum alfarið lýst frá sjónarhóli einnar aukapersónu, Eyjólfs Kolbeinssonar prests, sem sest niður eftir drukknun sonar síns árið 1817 og skrifar eins konar skýrslu um afskipti sín af málum Bjarna og Steinunnar hálfum öðrum áratug fyrr. Eyjólfur „er ekki „hlutlaust“ vitni sögunnar heldur ástríðufullur þátttak- andi hennar,“ skrifar Ólafur og minnir á að presturinn kalli skýrslu sína á einum stað „skriftamál fátæks og harmþrungins föður“.8 Frásögnin markast meðal annars af því að um líkt leyti og morðin voru framin beitti Eyjólfur brögðum í samkeppni við bróður sinn um hylli tiltekinnar stúlku og gekk að eiga hana. Eftir því sem á frásögnina líður speglar Eyjólfur örlög sín og eig- inkonunnar í örlögum Steinunnar og Bjarna og þótt ekki sé um fullkomna samsvörun að ræða vekja hliðstæðurnar smám saman skilning Eyjólfs „á þessu samhengi mannlegs lífs, á fullkominni ábyrgð hvers einstaklings á sjálfum sér og samábyrgð, samsekt allra manna“.9 Olafur bendir síðar á að Vikivaki hafi ekki aðeins sambærilegt „byggingarlag“ og Svartfugl, þar sem um sé að ræða skriflegan vitnisburð einnar persónu verksins, heldur sé gerð beggja sagnanna söm: sögulegum efnivið Svartfugls er í sýn Eyjólfs skipað í nýtt lífrænt samhengi; í Vikivaka er alpersónulegur efniviður jafnáþreifanlega hlutgerður í draugasögunni á Fokstöðum. Sögurnar eru gerðar á sama hátt: hin ytri atburðarás þeirra er frávarp innri veruleika sem er allur sögumannanna sjálfra [...].10 Þessi túlkun Ólafs Jónssonar minnir á að Vikivaki fjallar öðrum þræði um hverfulleika hamingjunnar, sök hins synduga og þörf okkar fyrir fyrirgefn- ingu. Líkt og Eyjólfur í Svartfugli hefur Jaki Sonarson misst náinn ættingja í upphafi bókar, eiginkonuna Önnu, og sýnir merki um alvarlegt þunglyndi; hann er kominn í þrot með líf sitt og ævistarf. Þegar Jaki horfir á port- rettmynd af Önnu virðist honum „sem myndin hefði ekkert augnaráð, eða uð minnsta kosti væri tillitið myrkvað af varasemi“ (s. 39). Honum finnst hann vera „vesalli en nokkru sinni fyrr“ og spyr: „Skyldi ekki þetta hjarta rnitt, sem ég hafði haldið svo viturt, enn stíga dauðadans girndanna inni í nfbeinahellinum dimmrauða“ (s. 39). Aldrei verður að fullu ljóst hvað þjakar Jaka né hvers vegna hann býr orðið einn í sjálfskipaðri útlegð á Fokstöðum, íjarri mannabyggðum. Sú tilgáta danska útgefandans, sem reyndar er sett fram í hálfkæringi, að Jaki hafi „í æsku drepið mann af afbrýðisemi“ (s. 24) 1 grennd við Fokstaði kallast á við söguefni Svartfugls og það sama má segja um viðamestu syndajátninguna sem Jaki hlýðir á, frásögn Þorgerðar húsfreyju af forboðnu ástarsambandi sínu við séra Sigvalda. „Fyrirgefðu mér synd mína herra,“ segir hún við Jaka en iðrun hennar er þó ekki meiri en svo að hún bætir við að fundir þeirra prestsins hafi verið „sælurík tíð! Þvílíka blessaða dýrðardaga hef ég vesöl kona aldrei átt fyrr né síðar, það veit trúa mín! ...
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.