Andvari - 01.01.2010, Qupperneq 69
andvari
DÓMSDAGSMYND GUNNARS GUNNARSSONAR
67
frásagnarháttar Vikivaka og Svartfugls. í síðarnefnda verkinu er atburðum
alfarið lýst frá sjónarhóli einnar aukapersónu, Eyjólfs Kolbeinssonar prests,
sem sest niður eftir drukknun sonar síns árið 1817 og skrifar eins konar
skýrslu um afskipti sín af málum Bjarna og Steinunnar hálfum öðrum áratug
fyrr. Eyjólfur „er ekki „hlutlaust“ vitni sögunnar heldur ástríðufullur þátttak-
andi hennar,“ skrifar Ólafur og minnir á að presturinn kalli skýrslu sína á
einum stað „skriftamál fátæks og harmþrungins föður“.8 Frásögnin markast
meðal annars af því að um líkt leyti og morðin voru framin beitti Eyjólfur
brögðum í samkeppni við bróður sinn um hylli tiltekinnar stúlku og gekk að
eiga hana. Eftir því sem á frásögnina líður speglar Eyjólfur örlög sín og eig-
inkonunnar í örlögum Steinunnar og Bjarna og þótt ekki sé um fullkomna
samsvörun að ræða vekja hliðstæðurnar smám saman skilning Eyjólfs „á
þessu samhengi mannlegs lífs, á fullkominni ábyrgð hvers einstaklings á
sjálfum sér og samábyrgð, samsekt allra manna“.9 Olafur bendir síðar á að
Vikivaki hafi ekki aðeins sambærilegt „byggingarlag“ og Svartfugl, þar sem
um sé að ræða skriflegan vitnisburð einnar persónu verksins, heldur sé
gerð beggja sagnanna söm: sögulegum efnivið Svartfugls er í sýn Eyjólfs skipað í nýtt
lífrænt samhengi; í Vikivaka er alpersónulegur efniviður jafnáþreifanlega hlutgerður
í draugasögunni á Fokstöðum. Sögurnar eru gerðar á sama hátt: hin ytri atburðarás
þeirra er frávarp innri veruleika sem er allur sögumannanna sjálfra [...].10
Þessi túlkun Ólafs Jónssonar minnir á að Vikivaki fjallar öðrum þræði um
hverfulleika hamingjunnar, sök hins synduga og þörf okkar fyrir fyrirgefn-
ingu. Líkt og Eyjólfur í Svartfugli hefur Jaki Sonarson misst náinn ættingja
í upphafi bókar, eiginkonuna Önnu, og sýnir merki um alvarlegt þunglyndi;
hann er kominn í þrot með líf sitt og ævistarf. Þegar Jaki horfir á port-
rettmynd af Önnu virðist honum „sem myndin hefði ekkert augnaráð, eða
uð minnsta kosti væri tillitið myrkvað af varasemi“ (s. 39). Honum finnst
hann vera „vesalli en nokkru sinni fyrr“ og spyr: „Skyldi ekki þetta hjarta
rnitt, sem ég hafði haldið svo viturt, enn stíga dauðadans girndanna inni í
nfbeinahellinum dimmrauða“ (s. 39). Aldrei verður að fullu ljóst hvað þjakar
Jaka né hvers vegna hann býr orðið einn í sjálfskipaðri útlegð á Fokstöðum,
íjarri mannabyggðum. Sú tilgáta danska útgefandans, sem reyndar er sett
fram í hálfkæringi, að Jaki hafi „í æsku drepið mann af afbrýðisemi“ (s. 24)
1 grennd við Fokstaði kallast á við söguefni Svartfugls og það sama má segja
um viðamestu syndajátninguna sem Jaki hlýðir á, frásögn Þorgerðar húsfreyju
af forboðnu ástarsambandi sínu við séra Sigvalda. „Fyrirgefðu mér synd mína
herra,“ segir hún við Jaka en iðrun hennar er þó ekki meiri en svo að hún
bætir við að fundir þeirra prestsins hafi verið „sælurík tíð! Þvílíka blessaða
dýrðardaga hef ég vesöl kona aldrei átt fyrr né síðar, það veit trúa mín! ...