Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 101

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 101
andvari DRAUMSILKI DEGINUM FEGRA 99 afleiðingarnar séu þá sæla/sársauki. Táknin eru þó áreiðanlega ekki einræð en titill ljóðsins takmarkar reyndar merkingu þeirra ef við tökum hann á orð- inu. Ljóðið heitir „Heimþrá“, lýsir samkvæmt því harmi vegna þess að kom- ast ekki heim. Sú tilgáta hefur verið sett fram að Jóhann sé þarna að harma það að hann sé bundinn í báða skó í útlöndum á sama tíma og landar hans hraði sér heim að námi loknu. Þessu hefur verið andmælt með þeim rökum að sá skilningur þrengi um of almennt gildi ljóðsins.8 Því er ég sammála. Þar með er ekki sagt að ljóðið tjái ekki tilfinningar skáldsins, en kveikja þess eða kveikjur eru okkur huldar. Við getum látið okkur það í léttu rúmi liggja, þær eru ekki hluti af ljóðinu og koma því í sjálfu sér ekki við, en gætu skipt máli í ævisögu skáldsins ef um þær fengist örugg vitneskja, sem varla verður héðan í frá. ,Heimþrá‘ hefur verið algengt stef í bókmenntum allt frá kviðum Hóm- ers þar sem lýst er þrá Ódysseifs og annarra Grikkja til að komast heim frá Tróju. Við tölum um að einhver sé ,veikur af heimþrá1 og orðið nostalgía sem notað er um fyrirbærið í mörgum evrópumálum - myndað af grísku orðunum nostos, ,heimferð‘, og algos, ,sársauki‘ - tjáir einmitt þetta. En ef til vill er ástæðulaust að taka titil Ijóðsins mjög hátíðlega, hann þrengir að minnsta kosti óþarflega sögn þess. Fullt eins líklegt er að hann sé til orðinn eftirá af því að skáldinu hafi fundist að eitthvað yrði ljóðið að heita. Hvað sem því líður þá er burðarás ljóðsins að minnsta kosti táknin: þangið og fuglarnir, og tilfinningagildi þeirra í ljóðinu. Frá sjónarmiði skáldskaparins er ljóðið athyglisverðast fyrir þær sakir að það er samfelld mynd. Ekkert er sagt beint, lesandanum er sjálfum ætlað að skynja hvað í myndinni felst. Og leiðin til skilnings á ljóðinu er í því fólgin að lesa það bókstaflega, skoða grannt myndmálið áður en farið sé að leggja það út. „Heimþrá“ er ort ekki seinna en í byrjun árs 1907 þegar Jóhann var tuttugu og sex ára.9 Ljóðið var prentað í Skírni 1910. Skáldskaparaðferð þess skýrist ef það er borið saman við ýmis eldri kvæði Jóhanns, til að mynda eftirfarandi kvæði sem gæti verið einum fimm árum eldra: Strax eða aldrei Ég vildi sem fálkinn um loftgeima líða, mér leiðist sem ormur í duftinu að skríða, ég aldrei í moldinni fullnæging fann. Úr glófögrum marmara vildi ég vinna á vetfangi líkneskju hugmynda minna. Sá skapandi vilji er það vald, sem ég ann. Með stjórnlausum ákafa eg áfram vil þjóta, á örskammri stund vil ég lifa og njóta,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.