Andvari - 01.01.2010, Page 102
100
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
ég get ekki mjakað mér fet fyrir fet.
Eg vil ekki læra að bíða og bíða,
betra er að stökkva og falla en að skríða,
því gullroðna líkkistu lítils ég met.
Kvæðið er eftirminnilegt, ekki vegna skáldskapargildisins sem tæpast getur
talist nema í meðallagi, heldur vegna efnis þess sem er mjög frábrugðið
„Heimþrá“ en lýsandi fyrir skáldið framan af ferli þess (fleiri dæmi af svip-
uðum toga: „Víkingarnir“, „Væri ég aðeins einn af þessum fáu“, „Gefðu mér
hlátur þinn, söngglaði sær“). Ljóðmælandi lýsir ,stjórnlausri‘ óþreyju sinni,
taumlausum metnaði. Vart fer á milli mála að þetta er stefnuskrá skáldsins
sjálfs á góðri stund. Ofurmennishugsjón Nietzsches er ekki fjarri og vel mætti
tala um oflæti eða hybris.
Efni kvæðanna tveggja er í svo ólíkum anda að furðu gegnir. En sé hugað
að skáldskaparaðferðinni er munurinn jafnvel enn meiri. „Heimþrá" er mynd-
Ijóð. „Strax eða aldrei“ er ekki án mynda heldur, sjónrænna mynda: Að ,líða
sem fálkinn um loftgeima‘, ,skríða sem ormur í duftinu‘, hlotnast ,gullroðin
líkkista1 svo nokkur dæmi séu tekin - en umfram allt er kvæðistextinn þó
yfirlýsingar, ótvíræðar og auðskildar. Frá sjónarhóli ljóðlistarsögunnar má
segja að þessi tvö kvæði Jóhanns endurspegli ákveðnar áherslubreytingar sem
urðu í evrópskum skáldskap á 19. öld. Ljóðin fimm sem Jóhann birti í Skírni
1910 („Heimþrá“, „Odysseifur hinn nýi“, „Bikarinn“, „Sólarlag“ og „Fyrir
utan glugga vinar míns“) eru góð dæmi um þá tilhneigingu sem mjög hefur
borið á í nútímaskáldskap að myndmál beri ljóðin uppi, þau eru ekki rœðu-
ljóð,m málflutningur eða bein umfjöllun um ytri veruleika. Erindi þeirra er
ekki, eða að minnsta kosti einungis óbeint, að flytja boðskap.
Bæði þessi kvæði, svo ólík sem þau eru, hafa verið talin til nýrómantíkur
svokallaðrar. Frekari vitna þarf varla við að slík flokkun skáldskapar er í
meira lagi hæpin því heitið segir nákvæmlega ekkert til um eigindir kvæð-
anna sem um ræðir. Það getur í besta falli verið einhverskonar samheiti um
skáldskap tiltekinna skálda á tilteknu tímabili. Þeir Friedrich Nietzsche og
Stéphane Mallarmé voru að vísu samtíðarmenn en það dugir tæpast til að
spyrða svo ólíka andans menn saman sem frumkvöðla einnar og sömu skáld-
skaparstefnu.
Varla verður sagt að tímamót hafi orðið í íslenskum skáldskap með ljóðum
Jóhanns í Skírni 1910, til þess var skrefið of stórt og ljóðin of fá. Oft er hins-
vegar talað um að ákveðin tímamót hafi orðið í íslenskri ljóðlist með fríljóði
hans „Sorg“, sem mun ort 1908-09 og birtist í Vöku 1927. Það kann að vera
rétt frá vissu sjónarmiði, enda megi það þá kallast fyrsta nútímaljóð ort á ís-
lensku eins og oft hefur verið talið. Þess ber þó að gæta að ljóðið var stakur
viðburður og önnur slík fylgdu ekki í kjölfarið. Og mjög er vafasamt að áhrif
þess hafi verið meiri en Skírnisljóðanna, eða hvar sér þeirra áhrifa stað?