Andvari - 01.01.2010, Page 103
ANDVARI
DRAUMSILKI DEGINUM FEGRA
101
*
Annað ljóð, ort um svipað leyti og „Heimþrá", og birt í Skirni 1910:
Bikarinnn
Einn sit ég yfir drykkju
aftaninn vetrarlangan,
ilmar af gullnu glasi
gamalla blóma angan.
Gleði, sem löngu er liðin,
lifnar í sálu minni,
sorg, sem var gleymd og grafin,
grætur í annað sinni.
Bak við mig bíður dauðinn,
ber hann í hendi styrkri
hyldjúpan næturhimin
helltan fullan af myrkri.
Ljóðið er ort í fyrstu persónu og því mætti ætla að það sé sjálfsmynd, en svo
þarf auðvitað ekki að vera. í fyrri erindunum tveimur er brugðið upp skýrri
og látlausri mynd af mælanda ljóðsins sem situr að drykkju einsamall og
minningum sem á hann leita og vekja sumar gleði, aðrar sorg. Ekkert er hér
torskilið eða tvírætt. En þetta er einungis aðfari þess sem koma skal í loka-
erindinu. Því bak við ljóðmælanda bíður dauðinn sjálfur með öllu voldugri
bikar í hendi - „hyldjúpan næturhimin / helltan fullan af myrkri“ - mynd sem
kallast á við gullið vínglas mælanda. Ognvænleg lokamynd, og ógnvænlegust
er hún ef við látum okkur nægja að lesa hana bókstaflega. Auðvitað má reyna
að túlka myndina, sem bersýnilega er ekki raunsæisleg svo hugsanlegt er að
leggja hana út á fleiri vegu en einn. Til að mynda sem áminningu um að öll
séum við feig og dauðinn bíði okkar allra. Hugsanlega einnig sem áminn-
ingu til mælanda um að drykkjan muni verða hans bani. Og áfram má halda
slíkum útleggingum. Gallinn er bara sá að hver túlkun er skelfing sviplaus í
samanburði við hina máttugu mynd Jóhanns. Enda gildir almennt um mynd-
ljóð eins og „Bikarinn“ og önnur slík að hæpið er að ætla sér að umorða þau
eða túlka ,til hlítar1. Ástæðan er einföld: Þau eru myndir en ekki rökvísleg
hugsun og verða alltaf að einhverju leyti óræð. Eigi að síður tekst ljóðinu að
miðla okkur yfirþyrmandi veruleika dauðans. Og af öðrum verkum Jóhanns
vitum við að umhugsun um dauðann var honum sífelld ástríða.
Hér mætti víkja stuttlega að umfjöllun tveggja gagnrýnenda um ljóð
Jóhanns Sigurjónssonar, þeirra Jóns Viðars Jónssonar og Matthíasar Viðars
Sæmundssonar." Hinn fyrri gengur að mínum dómi nokkuð langt í að túlka