Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Síða 104

Andvari - 01.01.2010, Síða 104
102 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON ANDVARI ljóðin sem bein viðbrögð við afmörkuðum þáttum í lífi Jóhanns sjálfs, í þessu dæmi til að mynda drykkju hans. Hann er að vísu að skrifa um ævi Jóhanns en þrengir samt sögn ljóðanna óhóflega mikið. í tveimur öðrum ljóðum sér hann hugsanlegar vísanir til sárasóttar er þjáð hafi skáldið.12 Slík túlkunarleið er varasöm þegar í hlut eiga sjálfstæð og sjálfhverf myndljóð af því tagi sem hér ræðir um, og segja má að hún komi ljóðunum lítið við. Til að komast að slíkri niðurstöðu þarf ekki að samsinna fyllilega Paul Valéry sem ritaði: „Yrkisefnið er ljóði jafn framandi og jafn mikilvægt og nafnið manninum“.13 Hér er að vísu komið að umdeildu atriði en almennt má líklega segja að gagnrýnandi skyldi varast að reyna um of að skýra ljóð með því sem stendur utan við þau. Reyndar fer það mjög eftir eðli skáldskapar hvort slík aðferð er vænleg til árangurs. Grein Matthíasar Viðars um Jóhann er skarpleg - ekki síst ef þess er gætt að hún er skrifuð af 25 ára gömlum manni - en ég er höfundi þó ósammála í veigamiklum atriðum. Annarsvegar hyllist hann til að lesa ljóðin allegór- ískt, eins og undir yfirborði þeirra sé ákveðið botnlag eða merkingarlag sem orða megi skýrum og ótvíræðum orðum. Og á hinn bóginn les hann þau sem dæmi um hugmyndafræðileg sinnaskipti Jóhanns. Án efa er rétt að heimssýn Jóhanns tók miklum breytingum snemma á Danmerkurárunum, en ljóðin sem komu í Skírni 1910 eru myndir en ekki yfirlýsingar. Matthías Viðar kveðst vilja skoða kvæðin í samhengi við „hugmyndaleg einkenni“ þess módernisma sem greina megi hjá Jóhanni en bætir við: Að mínum dómi er meginstraumur módernismans bókmenntaleg hliðstæða þess existensíalisma sem á upptök sín í fyrirbærafræði Husserls.14 Þetta er nokkuð óljóst og vandséð er hvað fyrirbærafræði Husserls kemur skáldskap Jóhanns við þó svo hún hafi seinna - og eftir daga Jóhanns - haft afar mikil áhrif á heimspekilega hugsun í Evrópu (Heidegger, Sartre, de Beauvoir, Merleau-Ponty) og jafnvel á hugmyndir manna um lestur skáldskapar (Ingarden, Iser, JauB). En orð Matthíasar eru til vitnis um tiltekinn skilning á módernisma sem nokkuð hefur gætt: að hann sé birtingarmynd bölsýni, tómleikakenndar og tilvistarangistar sem séu fylgifiskar nútímans, túlki óreiðu og upplausn tímanna. En módernisminn - ef við reynum að notast við það orð - er mun margbrotnara fyrirbæri en svo að hann komist fyrir í svo einföldu skema.15 Og áberandi á þeim árum þegar Jóhann var að yrkja sín bestu ljóð var einmitt hrifning á nútímanum - sem oft var táknuð með ítölsku orði: modernolatria,16 nútímadýrkun - og kemur til dæmis glögglega fram hjá Guillaume Apollinaire hinum franska sem Halldór Kiljan Laxness hreifst mjög af. Að ekki sé nú minnst á fútúristana rússnesku og ítölsku og aðra spámenn (eða falsspámenn) aldarinnar: Majakovskí, Marinetti og Einar Benediktsson, svo ólíkir sem þeir nú voru.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.