Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Síða 106

Andvari - 01.01.2010, Síða 106
104 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON ANDVARI hans um eitt ár með söng sínum og göldrum - „að þeir skyldu með öllu gleyma föðurlandi sínu“,18 en þó komst hann um síðir heim til konu sinnar og Telemakkosar sonar síns, eða svo rekur Ódysseifskviða Hómers söguna. Bygging ljóðsins er að því leyti öðruvísi en hinna ljóðanna tveggja að framvindan er ekki samfelld. í fyrsta erindi er sögumaður, hlutverk hans er að draga tjaldið frá og kynna aðstæður. Síðan verður rof og við tekur fyrstu persónu frásögn. Fyrsta línan er einskonar hugsað tal (innra eintal) en síðan er því lýst í endurliti - tíminn er óviss og ósagt látið hvort um raunverulega sýn eða hugsýn var að ræða - að mælandi hafi séð hallargluggana ,mæna eins og andvaka augu‘ á haf út. Nærtækt er að sjá í þeirri mynd Penelópu bíðandi manns síns. A milli annars og þriðja erindis er svo enn rof og tímamunur. Höll og hásæti Ódysseifs hafa nú orðið eyðingunni að bráð og enginn þekkti heldur bein hans þegar þau rak á land. Endir ljóðsins er harmrænn, öfugt við kviðu Hómers. Enda er heiti þess „Odysseifur hinn nýi“, sem ugglaust má lesa sem tákn fyrir nútímamanninn, dapurlegt tákn og í andstöðu við mynd hins ráðsnjalla ævintýramanns Hómers. Sigfús Daðason kemst svo að orði í eftirlátinni athugasemd að „fullkomin dæmi upp á symbólskan skáldskap“ sé að finna hjá Jóhanni og nefnir þetta ljóð. - ,,[í] rauninni eru ekki einstök atriði það sem athyglisverðast er eða ágóðavænlegast. Heldur hið andlega andrúmsloft, tíðarandinn; með þessu kvæði sannar Jóhann að hann hefur drukkið í sig anda symbolismans.“19 í öllum ljóðunum þremur er dramatísk stígandi og lokamyndin afar mögnuð. Ekki þarf að koma á óvart að þau eru úr smiðju leikskálds. Annað áberandi kennimark ljóðanna er bragurinn sem er venju fremur reglulegur, einfaldur en áhrifamikill. Þrjár ferhendur, og bragliðaskipan þannig háttað að saman fara með smávægilegum tilbrigðum hnígandi þríliður og tveir hnígandi tvíliðir, eða tvíliður og stúfur í öðru og fjórða vísuorði. Rímskemað abcb. Fyrirmynd Jóhanns er vafalítið bálkurinn Annes og eyjar eftir Jónas Hallgrímsson (Dæmi þaðan: „Bræðurnir sigldu báðir / burtu frá ungri mey“), en Jónas var þar að „laga sig eftir Heine“, eins og sagði í einkunnarorðum bálksins. Slíkt reglubundið samspil daktýla og tróka er reyndar gamalt eins og lokalínan í sapfóarhætti (adoneus) vitnar um. Öll bygging ljóðanna er meistaraleg. Opnunin er róleg en undiraldan sterk, við skynjum strax í fyrstu línunum að eitthvað mikið er í vændum: „Reikult er rótlaust þangið“, „Einn sit ég yfir drykkju“, „Svikult er seiðblátt hafið“. Orðfærið er fullveðja, alskapað. Persónugervingar velheppnaðar: Þangið er reikult og hnípið, bylgjan blóðug; hafið er svikult, hallargluggarnir mæna eins og andvaka augu. Annað myndmál er yfirleitt látlaust en grípandi, um fuglana segir að þeir fljúgi „hratt eins og vindlétt ský“, mynd sem Jóhann kynni að hafa úr „Einbúanum“ eftir Jónas Hallgrímsson: „Yfir dal, yfir sund, / yfir gil, yfir grund / hef eg gengið á vindléttum fótum“.20 Sérstöðu hefur bikar dauð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.