Andvari - 01.01.2010, Side 110
108
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
Jóreykur lífsins þyrlast til himna,
menn í aktýgjum,
vitstola konur í gylltum kerrum.30
- Gefið mér salt að eta, svo tungan skorpni í mínum munni
og minn harmur þagni.
- og vissulega kemur slík mynd úr penna Jóhanns nokkuð á óvart; vísun
hennar er að minnsta kosti óljós en minnast má þess, þó óvíst sé hverju máli
það skiptir, að kvæðið mun upphaflega ort til vinar hans. Eða er myndin
aðeins bókmenntalegt bergmál? Kannski óbein tilvitnun í Nietzsche eins og
Örn Ólafsson ýjar að? Reyndar er Ijósmyndin góða (sjá tilvísun nr. 30) and-
stæða hinnar illræmdu setningar úr Zaraþústra: „Ertu að fara á fund kvenna?
Gleymdu þá ekki svipunni!“31 Eða býr Strindberg hér að baki, sem kallaður
hefur verið kvinnohatare af löndum sínum? Oneitanlega er ljóðmyndin strind-
bergsk.32 En hvernig sem hún er tilkomin og hugsuð er varla hægt að segja að
hún hafi enst vel, og Jóhann fellir hana niður í dönsku þýðingunni. Öðru máli
gegnir um myndina af ,jóreyk lífsins1 sem stígur upp frá jörðinni, hún er af
klassískum toga. Erindið endar síðan á gamlatestamentislegri bæn mælanda
um að kveinstöfum hans megi linna, bæn sem sýnir hvað Jóhann hefur biblíu-
legt orðfæri og hugsun fullkomlega á valdi sínu.
Þriðja erindi „Sorgar“ er í fyrstu persónu fleirtölu. Ósagt er látið hverjir
„við“ eru en álykta má að þar sé um Jóhann sjálfan að ræða og Guðmund
Benediktsson vin hans sem kvæðið var að öllum líkindum ort til upphaflega,
um vongleði þeirra ungra og sameiginlega sigra og ósigra. Þeir hafa ætlað sér
stóra hluti en hrapið orðið mikið. Þarflaust er þó að binda erindið við ákveðna
menn, og athyglisvert er að í dönsku þýðingunni setur Jóhann fyrstu persónu
eintölu í stað fleirtölunnar.
Að rauða drekanum og sólunum í lokaerindinu vík ég hér á eftir.
*
Rétt er að skoða einnig þá gerð kvæðisins sem Jóhann sendi Guðmundi Bene-
diktssyni árið 1908:
Vei, vei, yfir hinni föllnu borg!
Hvar eru þín stræti, þínir turnar og ljóshafið, yndi næturinnar.
Eins og kórall í djúpum sæ, varst þú undir bláum himninum,
eins og silgja úr drifnu silfri hvíldir þú á brjóstum jarðarinnar.
Vei! vei! I djúpum brunnum hvæsa eitursnákar,
og nóttin aumkvast yfir þínum rústum -
Jóreykur lífsins þyrlast til himna,
menn í aktýgjum,
vitstola konur í gylltum kerrum. -
Gefið mjer salt að eta, svo tungan skorpni í mínum munni og minn harmur þagni.