Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 53
NÝÁRS-KVEÐJA TIL ISLENSKU ÞJÓÐARINNAR
31
treystum því að okkur muni verða
mikill þjóðræknislegur styrkur að
þessum fulltrúum og málaflutningi
þeirra í framtíðinni. Gagnkvæmar
heimsóknir góðra gesta eru tvímæla-
laust heillavænlegasta leiðin til við-
halds sambandinu milli okkar og
ykkar, því alkunnugt er sannleiks-
gildi hins forna spakmælis, að “hrísi
vex og háu grasi vegur sá es vætki
tröður”.
En á þessu nýliðna ári hafa ekki
aðeins gestir farið heim til ykkar,
heldur hafa einnig góðir gestir komið
hingað vestur... Það hefir ávalt verið
okkur hið mesta gleðiefni að taka á
móti gestum frá ykkur. Við höfum
skoðað þá í hlutskifti þeirra manna
sem bera eld á milli, eld, sem bæði
vermir og lýsir. Við höfum notið
þeirrar ánægju að fá margar ágætar
heimsóknir frá ykkur nú hin síðari
®r; eftir þeim mun lengi munað á
^aeðal okkar, og fyrir þær þakkað.
En á áliðnu árinu sem leið nutum við
þeirrar heimsóknar sem vakti al-
^ennari hrifningu og aðdáun en
nokkur dæmi eru til áður, en það var
koma Karlakórs Reykjavíkur. Vit-
snlega kom kórinn ekki til þess eins
heimsækja okkur, en við nutum
góðs af komu hans. Þeir sungu fimm
sinnum á aðalstöðvum íslendinga hér
Vestra, þrisvar í Norður Dakota, og
tvisvar í Winnipeg; en hér í borg-
lrmi hlustuðu sjö þúsund og fimm
^undruð manns hugfangnir á túlkun
^star þeirra. Og það var íslensk list.
^ öllum þeim mikla fjölda umsagna
sem birst hafa um söng kórsins í
stórblöðum Bandaríkjanna og blöð-
^m hér, er naumast hægt að segja að
eyrist hjáróma rödd. Viðkvæðið er
ahstaðar hið sama; Söngur íslend-
inganna var með þeim ágætum að
fyllilega jafnast á við það besta sem
áður hefir heyrst í þeirri list. Eng-
inn hópur listamanna hefir átt því-
líkum viðtökum að fagna í Winni-
peg. Island gat naumast sent heppi-
legri hóp manna til landkynningar
vestur um haf en söngflokk þennan.
Það var valinn maður í hverju sæti.
í kveðjusamsæti sem Þjóðræknisfé-
lagið hélt söngflokknum til heiðurs,
var hinum prúða fararstjóra afhent
skrautritað ávarp frá Vestur-íslend-
ingum. Eg leyfi mér að tilfæra
nokkrar málsgreinar úr þessu ávarpi
vegna þess að þær túlka hug okkar
allra gagnvart söngflokknum, land-
inu, og listinni. . . .
“Vér biðum yðar með eftirvænt-
ingu; vér hlustuðum á yður með
hrifningu, og vér minnumst komu
yðar með þakklæti. Söngför yðar til
Ameríku hefir verið sigurför, sjálf-
um yður og þjóð yðar til mikils sóma,
en oss hið mesta fagnaðarefni. Þér
hafið leyst af hendi merkilegt kynn-
ingarstarf fyrir fsland. . . . í hljóm-
list yðar höfum vér Vestur-íslend-
ingar heyrt bergmál frónskra fjalla,
fossanið á flúðum, storma hafs og
brimgný, lækjanið og lóukvak. . . .
Vér höfum heyrt fagnaðaróð frjálsra
manna sem elska og treysta á landið.
Æskulýð vorum hefir aukist metnað-
ur við það að kynnast yður, hinum
ungu og frjálsmannlegu sonum “Nýja
íslands” í austri.... Hérlendum sam-
ferðamönnum vorum hefir vaxið
skilningur á því að ísland á rétt til
sætis á meðal helstu menningarþjóða
heimsins, ekki aðeins vegna sígildra
fornbókmenta sinna, heldur vegna
söngmenningar sinnar sem þér hafið
túlkað með svo ógleymanlegum hætti