Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 54
32
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
fyrir tugaþúsundum þessa megin-
lands. . . . Þér hafið treyst brúna yfir
hin breiðu höf; þér hafið yljað oss
um hjartarætur; þér hafið aukið
hróður ættlands vors. . . Vestur-ís-
lendingar þakka. . .”
Svo að síðustu bjóðum við ykkur
gleðilegt nýár. Enginn veit hvað
þetta nýbyrjaða ár kann að flytja í
skauti sínu, en við óskum þess af
heilum huga að það megi verða bless-
unarríkt og farsælt fyrir íslensku
þjóðina. Okkur var það mikið gleði-
efni að frétta nýlega að íslandi hefði
verið veitt sæti á þingi hinna Sam-
einuðu þjóða, og að fulltrúar ykkar
væri komnir til New York, og hefði
tekið sæti sín undir forystu hins
vinsæla og ágæta vinar okkar Thor
Thors, sendiherra. Við vitum að full-
trúar íslensku þjóðarinnar muni
leggja til mála mannvit og dreng-
lyndi, og bera bróðurorð milli manna
á því örlagaríka þjóðþingi. Návist
þeirra þar boðar nýjan dag í við-
skiftum þjóðanna við ísland, og verð-
ur landi og þjóð til hinnar mestu
sæmdar.
Þökk fyrir gamla árið, og gömlu
árin öll. Gleðilegt nýár! Við Vestur-
íslendingar erum með ykkur í anda,
og biðjum þess að hjá ykkur megi *
verða “gróandi þjóðlíf með þverrandi
tár, sem þroskast á guðsríkisbraut.
Tileinkað Karlakór Reykjavíkur við komu
hans til Winnipeg, 1946.
Eftir Ragnar Stefánsson
Þó að hugurinn bygði’ yfir hafið
sínar háreistu óskabrýr, —
voru áttaskil Austur og Vesturs
þó ávalt í reyndinni skýr.
En nú eru umhorfin önnur,
og aðferð og skilyrði breytt —
og vegalengd Atlants-ála
ekki orðin í sannleika neitt.
f dag eru afrek unnin
sem ekki þektust í gær.
En við erum auðugri’ en áður,
því ísland er helmingi nær.
Með flugkraftsins farartækjum