Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Qupperneq 58
36
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
lýsingunni á honum og áhrifum hans
á manninn og skáldið.
Fyrst lítur skáldið fossreykinn úr
fjarlægð: “hvítan strók úr fjarska
lítur / viðra sig í moldryksmóðu '
— mjaldur gljúfra sér að falda.”
Svo stehdur hann augliti til aug-
litis við fossbúann, bjargaskelfi
Jökulselfar, sem “kulda blæs um all-
ar aldir / út úr barka straumasvark-
ur.”
Skáldinu ógnar “ásýnd þessa byrg-
isbúa” og hann sundlar og svimar,
þegar hann horfir í svelginn, þar sem
iðan ólgar. Svo rennur honum í hug,
hvað fossinn hafi séð á jötunævi
sinni. Saga landsins svífur öll fyrir
hugskotssjónir skáldinu. Viknaði
fossinn við komu svartadauða og eld
móðuharðindanna? Hefir hann pata
af stjórnmálakrit nútíðarinnar? Eng-
inn veit, en svo mikið er víst, að
Jöfur gljúfra, jörmunhávi,
jafn í kvöld sem fyrr á öldum,
setið hér að sumbli lætur
syngur og tónar voðakyngi.
Sýður niðrí svaðahlóðum
saupið gráa úr jökulhlaupi;
ísalög og eldabrösur
oft hefir séð og fellivetur.
Þessi gljúfrajöfur rís nú eigi að-
eins fyrir hugskotssjónum manns í
myndum úr forneskju skáldamálsins,
heldur nálgast hann það að verða
manngervingur hinnar grimmu en
blindu náttúru, sem skáldið hefir
öndverður við klóast frá æskuárum
í líki norðanhríða, brunagadds, haf-
ísa og drottins, sem lætur alt líf far-
ast og krókna í grimdarreiði sinni.
Hliðskjálf titrar hilmis boða.
Harkalegur er jötuns barki.
Virkið hristir villiorka
valdafíkin í tröllaríki.
og þegar skáldið játar það síðar, að
“þín er engum manni að meini /
máttarþrá né lyndisháttur”, þá er það
af því, að hann sér hlutleysi fossins
í ljósi flokksdiöfðingja samtíðarinn-
ar.
En nú er liðið á kveld og miðnæt-
ursólin varpar geislum sínum á foss-
reykinn:
Úða fossins mánabrúður
reifar dátt í reginhofi
rykkilini og gullinskikkjum.
Skáldinu verður að renna augun-
um norður eftir í áttina til sólar
Næst honum er heiðin “sem brædd
með blóði” og lengst í fjarska “bera
norður-unnir sólina á höndum sér.
En svo gefur skáldinu sýn við f jöru-
borðið:
Alda í logni unga heldur —
æðarbarni í máli flæðar —
undir skírn, en ástarstjörnur
(þ. e. augu)
eiginmóður skina á legi.
Þessi æðarmóðir í flæðanmáliu11
verður honum svo til íhugunar unr
mátt móðurástarinnar og hlutverk
konunnar í mannlífinu, og hann ser
þetta magn kærleikans sem andstæðu
fossaflsins:
Fórnarlíf, sem fróar barni,
fegurðin á gróðurvegum,
vildareðli móðurmoldar,
máttur vors og sumarnáttar —■
öðrumegin að mér viðra
anganþey að brjósti og vanga:
annars vegar í mig toga
úði fossins, hæð og lúður.