Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Side 67
SKÁLDIÐ ÞORSTEINN GÍSLASON
45
sakna altaf þín”, og “Austfirðinga-
kvöld” (Lögrétta, 1932).
Kvæðið “Uppi í sveit” er falleg
sveitalýsing, og sama máli gegnir um
sonnettuna “Áning”. Svipmeira og
hressilegra er þó kvæðið “Útreiðar-
dagur”; fjallablærinn andar manni
Þar í fang og bragarhátturinn berg-
málar hófaslátt ferðafúsra fákanna.
Allra hreimmest af ferðakvæðum
skáldsins er þó “Göngusöngur” hans,
°g er það aðeins á færi hinna brag-
slyngustu manna, að komast eins vel
°g hann gerir frá jafn mikilli brag-
raun og kvæði þetta er; yfir því er
emnig ósvikinn frjálsleika- og
kraustleika blær, en þannig eru 1. og
erindi þess:
þess að lýsa hinu hrikafengna og
ægilega:
Hamragrett og hrikafengið
horfir Gjögurnes
út til djúps, með urðarhramma
undir fleti hlés
hulda, til að hremma kili.
Hamra-þurs í svörtu gili
bjargs og flögð úr hyljum hranna
hata kynslóð manna.
Þegar brimsjó bjargi móti
byltir vestanrok,
er sem niður hafið hrynji
í hamratröllsins kok.
Mörgum hrikateigum torgar
tröllið grett, en milli orgar,
þegar ægir óvættinnar
utan lemur kinnar.
Göngum drengir; Fótur fót
flytji skjótur yfir grjót,
til þín væna, burt úr bænum,
brekkugræna sveit og fljót.
Skeytum ekki hætis hót
hita’ og svita. Það er bót:
fríðar leiðir, fjall og heiði
faðminn breiða okkur mót.
Göngum drengir! Sunginn söng
syngja eftir klungur-göng.
Grýtta stytta leið og létta
látum kátan göngusöng!
Engan drunga, drengir! Löng
duni heiða leið af söng!
Leiðin eyðist, gangan greiðist
gleðikliðinn við af söng.
stórbrotnustu náttúrulýsingar
^orsteins eru kvæðin “Gjögurnes”
Hornbjarg”, enda mun mega telja
Pau tilþrifamest frumortra kvæða
ans. f>ag eru ekki nein vetlingatök
® lýsingunni í þessum erindum hins
yrnefnda, og er auðsætt af þeim, að
orsteinn átti, þegar hann tók sig til,
v®ðaþrótt eigi síður en málfimi til
“Hornbjarg” er með sömu brag-
snildinni og þrungið að hugsun.
Skáldið fór fram hjá bjarginu á vor-
kvöldi og hugði, að “ríkur kongur”
byggi í svo “turnafagurri” höll; var
bjargvaldinum einnig heilsað með
fallbyssuskoti, en þá breyttist mynd-
in, og eigi til batnaðar:
Varpfugl svaf, en við þær kveðjur
vaknar; hver ein tó
úr sér vængjum óteljandi
yfir djúpið spjó.
Hristist loft, en hljóða-gargið
hermdi’ og tugði eftir bjargið;
og með rámra radda súgnum
rigndi drít frá múgnum.
Nöpur og hæfin er ádeilan í þessu
kvæði; en önnur snjöll kvæði í
þeim anda eru “Skáldastyrkurinn”,
“Gvendur og Glói”, og hin ágæta
mannlýsing “Grafskrift” (hét áður
“Eftirmæli”). Margt er einnig vel
um kvæðið “Þegar skáldið dó”, en
það er hvergi nærri eins heilsteypt