Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 69
SKÁLDIÐ ÞORSTEINN GISLASON
47
leitt talist stórfeld. Þorsteinn var
þjóðrækinn hugsjónamaður. Því vel-
Ur hann sér tíðum að yrkisefni tíma-
mót og framfarir í lífi hinnar ís-
lensku þjóðar, og gerir þeim oft
ágaet skil. Þannig er eitthvert hið
snjallasta hinna síðari tækifæris-
kvæða hans um tíu ára afmæli full-
veldis fslands, hreimfagurt og spak-
legt kvæði eins og þessi erindi votta:
Einangrun hverfur og erlendu straum-
arnir líða
mn yfir strendur til sveitanna dala ög
hlíða.
^vað verður um vora innlendu, þjóðlegu
menning,
aidanna venjur og feðranna’ og mæðr-
anna kenning?
Hverju’ á að halda og hverju á burtu að
fleygja?
Hvað á að lifa og hvað á að farast og
deyja?
Við eigum sögu að vernda, sem ekki má
gleyma;
við eigum tungu, sem framtíðar þjóðin
skal geyma.
Hrasðumst ei breyting á háttum og eld-
gömlum venjum.
Hagsmunir framtímans lúta’ ekki dýrk-
un á kenjum.
Höidum í kjarnann, þótt hismið með
vindinum hverfi.
ueigasta neistans skal gæta, sem fram-
tíðin erfi.
Eðlilegt var það þá einnig um jafn
þjóðrækinn mann og Þorsteinn var,
^ hann bar í brjósti djúpan ræktar-
ug til þjóðbræðra og systra vestan
afsins og kunni vel að meta þjóð-
r^knis-baráttu þeirra, og lýsir það
®er í kvæðinu “Vestur-íslendingum
eilsað”, er flutt var á samkomu í
eykjavík 21. júní 1930, innileg fagn-
aðarkveðja og hlý.
þag er ejgj aðeins saga íslands,
0rtíð þess, nútíð og framtíð, sem
heilla huga Þorsteins; ást hans á ís-
lenskri náttúru kemur einnig víða
fram í tækifæriskvæðum hans, því
að inn í þau fléttar hann oft glöggar
og glæsilegar náttúrulýsingar. —
Hvergi eru þó tilþrifin í slífcum lýs-
ingum skáldsins í tækifæriskvæðum
hans meiri en í eftirfarandi erindi úr
hinu fagra og skáldlega kvæði hans
um dr. Þorvald Thoroddsen sextug-
an:
Stóð hann þar
sem hin stóru fljót
í reifum liggja
í risa örmum,
og vættir öræfa
vögguljóð
kveða við upptök
kaldra strauma.
Snildarlega hefir Þorsteinn lýst
mörgum öðrum öndvegismönnum
vorum í minningarljóðum sínum, t. d.
Jóni biskupi Arasyni og séra Matt-
híasi Jochumssyni. Fagurlega mælir
hann einnig eftir Valtý prófessor
Guðmundsson, og hér er það aftur
ástin á landi hans og þjóð, sem titrar
í tónum skáldsins og lyftir anda hans
á flug.
Af öðrum minningarkvæðum hans
kveður einna mest að ljóðunum um
aldarafmæli Henriks Ibsens. Hinum
djúpskygna og ritfima sálkönnuði
og Skáldjöfri er þar skarplega lýst og
af mifclu hugarflugi, í erindum sem
þessum:
Einrænn hugur og innfjálgur
var að sannindum síleitandi;
skynjaði’ í sfcuggsjá skapanorna
leik með launþræði láns og harma.
Kringum hann óx kyngi mögnuð
hirð hugskaptra huldulýða;
skuggamyndir úr skatna heimum
og hugar sýnir holdi klæddar.