Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 71
Teikn af himni
Brúðubrask í einum þætti.
Eftir Dr. J. P. Pólsson
PERSÓNUR
Bankastjóri, forstjóri Heimsbankans.
Gabríella, sendimey frá Musterinu.
R orsætisráðherra
Stjörnufræðingur
Lögfrásðingur
Eðlisfræðingur
Stærðfræðingur
Hagfræðingur
Aðalritstjóri
2 Raffræðingar
ffans, skrifstofuþjónn
^gnes, einkaritari Bankastjóra
Raddir
Fer fram á heiðu haustkvöldi, í
ftamtíðinni.
LEIKSVIÐ
Ráðstefnusalur á efstu hæð kaup-
hallarinnar. — Á miðju gólfi skeifu-
^agað borð, og snúa álmur þess fram.
' Milli þeirra standmynd af Atlas,
Ur gulli, sem heldur á lofti vanaleg-
landafræðihnetti. — Fjórir stólar
utan hverrar borðálmu.—Ritföng við
hvern stól. — Níundi stóllinn, eins-
konar hásæti, fyrir miðju. — Fram-
an við hann er borðplatan upphækk-
uð, ekki ólík nýtísku altari. Á því
stendur útvarpstæki. — Aftast til
vinstri stóll og skrifborð með ritvél.
Á hvorum hliðarvegg einar dyr,
^ægra megin framar en þær vinstri.—
^ængjahurðir taka upp baktjaldið,
og ganga þær út í sinn vegginn hvor,
eða lokast, með því að styðja á takka
við háborðið. — Salurinn er glugga-
laus, lýstur huldum neon-ljósum.
Þegar vængjahurðirnar opnast,
koma í ljós mjóar svalir, með fín-
gerðu krómstálriði, tröppu neðar en
gólfið. — Höfnin blasir við. — Næst
sést niður á möstur, f jær f jölda skipa.
— Til vinstri lítinn hluta borgarinn-
ar. — Handan hafnarinnar frjósöm
strandlengja bygð snotrum, smáhýst-
um bændabýlum. Eitt hvítmálað, fyr-
ir miðju. — Til hægri, beygir strönd-
in að borginni og rís hér í nokkrum
bratta frá fjöru. Yst til hægri Must-
erið, sem er bygt í kross. Miðbygg-
ingin rís hátt yfir sjóndeildarhring-
inn, og er þó neðsta hæðin bygð inn í
hallann. Grunnur hliðarbygginganna
stendur hærra, svo alt musterið
myndar risvaxinn kross. — Lengst í
baksýn bláfjöll. — Fyrst þegar
vængjahurðirnar opnast er sól sest
og kvöldroði á lofti. — Síðar stjörnu-
bert loft.
Þegar leiksviðið opnast, situr
Agnes við ritvélina. — 1. Raffræðing-
ur að verki við útvarpstækið. 2. Raf-
fræðingur við Altas styttuna.
1. Raffræðingur — Þá er þetta
búið. Hvert skyldi okkur verða sigað
næst?
2. Raffræðingur — Hvergi. Nú er
öllu þessu vitfirriiigar-víraverki lok-
L