Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Qupperneq 72
50
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ið. Og allar þúsundirnar sem unnið
hafa að því, undanfarnar vikur, verða
vinnulausir á ný.
1. Raffræðingur — O-o, ekki er það
nú sagt. Ætli þeir fitji ekki upp á
einhverju nýju verkefni?
2. Raffræðingur — Þeir? Og hverj-
ir þeir?
1. Raffræðingur — Ja, hver getur
sagt um það?
2. Raffræðingur — Nei, vittu til,
laxi, verkinu er lokið, — nema þessir
þeir þínir skipi okkur að rífa og slíta
upp aftur alla þessa víra, sem við
höfum lagt.
1. Raffræðingur — Eg held þú vitir
fjári lítið um það. Höfum við ekki
verið reknir stað úr stað og horn úr
horni, skipað þetta, skipað hitt, án
þess að vita nokkuð í okkar haus?
2. Rafíræðingur — Þetta getur ver-
ið herleyndarmál. Það hefir kvisast,
að stjórnin standi að því.
1. Raffræðingur — Eg tek nú lítið
mark á því. Enda þótt eg gerði það,
væri eg engu nær.
2. Raffræðingur— Jú, ef stjórnar-
ráðið reyndist brjálað.
1. Raffræðingur — O-o, það getur
sosum vel verið. Þetta er eitthvað
ekki einleikið. Þúsundir manna að
vinnu, viku eftir viku; og þó hefir
enginn þeirra hugmynd um tilgang-
inn.
2. Raffræðingur — Ekki nóg með
það, heldur er hver einasti einn okk-
ar eiðsvarinn til þagnar — um það
sem okkur glórar ekki í.
1. Raffræðingur — Nú, einhver
veit til hvers þetta déskotans víra-
virki er.
k 2. Raffræðingur — Nei. Bestu fag-
menn eru engu vísari en hinir, sem
varla þekkja síma frá seymi.
1. Raffræðingur — Satt að segja>
er mér ekki meir en svo um þetta
gefið. Hér vefum vér víra í kaup-
höllinni, aðrir um Musterið. Svo er
öll borgin, og eg veit ekki hvað.
2. Raffræðingur — Það er hreinn
óþarfi að ergja sig á því. Fyrir mitt
leyti, er eg hæst ánægður. Hátt kaup-
Vinnunni fylgir engin ábyrgð.
svo erum við tveir útvaldir til a^
reka gullnaglann í meistaraverkið-
1. Raffræðingur — Satt er þa^-
Þeir skera ekki kaupið við nögl-
eins og oftar, er farið að slá út í fyr't
þér. Hvaða gullnagla áttu við;
Hverskonar meistaraverk er þetta-
Annars finst mér þetta ehkert
spaugsefni.
2. Raffræðingur — Flestu gamu’
fylgir nokkur alvara. En þó hér vaeri
spaugsefni á ferðinni, mundir þu
ekki hagnýta þér það, heldur gera at'
vöru úr gamni. Þar skilur okkur,
laxi; því sjái eg nokkur ráð til þess,
geri eg ætíð gaman úr alvöru.
1. Raffræðingur — Jæja. Eins
þér sýnist, í alvöru eða gamni, hvers-
konar meistaraverk álíturðu þetta
víravirki?
2. Raffræðingur — Ekki gott: a
segja. Ef til vill sá mesti mauravef
ur, sem sögur fara af. Hugsaðu Þel
það! Þú og eg útvaldir til að binð3
endahnút vefsins, eða eins og sagt er
á hátíðamáli, reka gullnaglann.
1. Raffræðingur — Það er eins
oftar, til lítils að tala við þig-
2. Raffræðingur — Þá tala eg hara
við sjálfan mig. Hér er aðalste
heimsins mestu maurapúka. Og hi11^
að lokka þeir bráð sína, og gleyP^
hana. (Þögn. — Annar Raffræðingu
veitir fyrsta Raffræðing nánar g36^
ur, þar sem hann er að verki