Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Síða 74
52
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Meðan talast þau við). Verður gest-
unum skipuð sæti eftir mannvirðing?
Hans — Það er nú líklega. Á hægri
hönd Bankastjóra, Mustermærin
Gabríella; á vinstri hönd Forsætis-
ráðherra.
Agnes — Bankastjóra! Gáðu að
þér, Hans. (Hlægja).
Hans — (Hátíðlega). Herra for-
stjóra Heimsbankans, ætlaði eg að
segja. En til allrar lukku, virðir hann
mig ekki viðtals, svo eg þarf ekki að
ávarpa hann.
Agnes — Þú ætlaðir að fræða mig
um tignarstig herranna.
. .Hans — En þú þurftir að taka
fram í fyrir mér, til þess að kenna
mér mannasiði. — Jæja, næst Must-
erismeynni, hinni heilögu Gabríellu,
(Hlægja.) situr Stjörnufræðingur,
þá Hagfræðingur og síðast Aðalrit-
stjóri.
Agnes — Og hver er næstur For-
sætisráðherra að tign og veldi?
Hans — Herra Lögfræðingur. Svo
Stærðfræðingur, og Eðlisfræðingur
síðast og neðst. — Auminginn!
Agnes — Auminginn! (Hlægja.)
Þeir verða þó allir jafnir í augum
hans Mammons míns. (Nálgast stytt-
una.) Eg ætti líklega, annars, að
strjúka af honum rykið. (Sækir
fjaðrabursta út til vinstri og burstar
styttuna. — Hans lagar skriffærin á
borðinu.) Því dýrka mennirnir gull-
ið, Hans?
Hans — Af því það er afl þeirra
hluta sem gera skal. Af því það er
varanlegt. Af því það er fagurt eins
og kvöldroðinn. Á eg að koma með
fleiri ástæður?
Agnes — Nei. Þessar ástæður þín-
ar eru fremur veigalitlar. Afl þeirra
hluta sem gera skal býr í mönnunum.
Svo fer tvennum sögunum um það,
hvað gullið er varanlegt. Það er held-
ur ekki fegurra en kvöldroðinn, °8
menn dýrka ekki kvöldroðann.
Hans — Jú, skáldin gera það. Og
eg, ef þú ert nærri. — Svo þú hefir
heyrt þetta sem kvisast hefir, um að-
ferð til að breyta gulli í ösku.
Agnes — Já. Og þessi fundur her
í kvöld, er að einhverju leyti í sam-
bandi við þá frétt.
Hans — Getur verið.
Agnes — En allar þessar síma-
lagningar — veistu nokkuð til hvers
þær eru?
Hans — Ertu búin að gleyma eiðn-
um?
Agnes — Við sórum, ekki að þegja
yfir því, sem við vitum ekkert um-
Hans — Það er nú einmitt það
skrítna við þetta alt saman. Ekki hðf-
um við neina hugmynd um hvað yfir'
völdin búa í pottinn, en erum þó lat-
in leggja eið út á, að ljósta því ekki
upp.
Agnes — Og sama gildir víst 11111
raffræðingana sem voru að vinna her
í salnum.
Hans — Fræddu þeir þig á þvll> (
Agnes — Nei, blessaður vertn-
Þeir létu sem þeir sæu mig ekki-
þeir virtust naumast vita hvað Þel'_
voru að gera — að minsta kosti, e
hver tilgangurinn er.
Hans — Stjórnarráðið veit það, °£
hefir sjálfsagt sett einhvern aða
verkstjóra, sem skipar fyrir um virm
una. _ .
Agnes — En ef starfsmennir111^
gerðu feil, eða brigðu út af að^ e'n
hverju leyti — viljandi, eða °V1 !
andi?
Hans — (Horfir rannsóknaraug11 ?
á Agnes). Því dettur þér það í hu