Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Qupperneq 76
54
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
þangað til þú kemst heim aftur — í
hvíta húsið. (Þögn.)
Agnes — (Hugsi.) Og borgin hef-
ir skapað þig.
Hans — Nei, Agnes. Hún er ekki
þess megn, að skapa menn. Við, börn
hennar, erum ætíð að meira eða minna
leyti á sveitinni.
Agnes — En þú þekkir ekkert til
sveitalífs.
Hans — Eg þekki þig og hvíta
húsið.
Agnes — Og hefir þó aldrei komið
þar inn fyrir dyr.
Hans — Jú, eins oft og eg kom þvi
við.
Agnes— (Undrandi.) Hans!
Hans — Meira að segja, eg er búinn
að kaupa það.
Agnes — Og jörðina-------?
Hans — Auðvitað jörðina með. Og
standist það byltinguna-----
Agnes — Hvað kemur bylting
þessu við?
Hans — Hún getur lagt borgina i
eyði, hvað þá eitt lítið, hvítt hús.
Agnes — Þú tekur þó ekki mark á
þessu skrafi fólksins.
Hans — Fólkið er það eina sem
takandi er mark á.
Agnes — Sem betur fer hafa yfir-
völdin taumhald á fólkinu.
Hans — Engin yfirvöld eru því
umkomin að kæfa niður vonir ein-
staklingsins, ástir hans og hatur.
Þetta ætti þér að skiljast, Agnes.
Tvívegis hefir gerst bylting í ævi
þinni. Fyrst héldu þér engin bönd
við hvíta húsið þitt, og nú mundir þú
kljúfa þrítugan hamarinn til að kom-
ast aftur í það. Kallaðu þetta þrá eða
ástríðu eða hvaða nafni sem er, og
margfaldaðu svo með hundruðum
miljóna. Hvaða stjórnarvöld mundu
hafa hemil á því? Svo er valdhöfum
ekki ætíð kunnugt um, hvernig ólgar
í alþýðusálinni, eða þeir leiða þa^
hjá sér. Svo ber eitthvað óvænt að
höndum, sem snertir alt þjóðlífið, og
áður en minst varir, er alt komið í bál
og brand.
Agnes — Eins og, til dæmis, ef
þessi orðasveimur um gullið reynd-
ist sannur.
Hans — Stundum hefir þurft
minna til.
Agnes — Kannske ráðstefnan her i
kvöld komi í veg fyrir alt uppÞ0Í’
sem fólkið kynni að hafa í hyggju-
Hans — Eða komi öllu í uppnám-
Agnes — (Hrollur í henni.) ^að
er að kólna.
Hans — Það er ekkert að óttast-
(Lítur á armúr sitt.) Nú er komið að
þeim tíma sem fundarmenn fara a^
koma. (Þau koma inn og Hans lokar
hurðunum.)
Agnes — (Sest við skrifborð sitt-)
Það verður betra fyrir mig að gera
engin feil í kvöld.
Hans — Ekki hvílir minni ábyrS^
á mér.
Agnes — Átt þú ekki bara a^
standa eins og merkikerti við dyrnar’
Hans — Eg ber ábyrgð á að fund
armenn villist ekki hér í salnum, 0»
að hér haldi þeir sessi, sem er na
kvæmlega í samræmi við mannvirð'
ingar þeirra.
Agnes — Hvað er það í saman
burði við, að grípa hvert orð af vörum
þeirra, og koma því á pappírinI1'
(Hagræðir skriffærunum.)
Áður en hver fundarmanna kem111
inn, hringir silfurbjalla úti fynr-
Fyrir Gabríellu er blásið á
Þetta eru merki um að Hans a