Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 77
TEIKN AF HIMNI
55
opna hurðina til hægri. Við hana
stendur hann eins og hermaður á
verði. Hann kveður hvern fundar-
mann á hermannavísu, leiðir hann til
sætis og kveður á ný. Engin virðir
þau Hans og Agnes viðlits. Það eitt
er sameiginlegt öllum fundarmönn-
um og Hans, meðan á fundinum
stendur, að allar hreyfingar þeirra
eru eins og þeir væru trébrúður. Þar
a móti eru líkamshreyfingar Gabrí-
ellu fagrar og freistandi. Rödd
hennar skær, en þýð, þó bregði fyrir
helgihreim. Undir drifhvítri, næfur-
þunnri glitskikkju er hún svo létt-
klædd, að við hverja hreyfing henn-
ar, “grunar andann meir en augað
ser.” Hún ber gullspöng um ennið.
Fundarmenn glápa á hana, á víxl,
eða allir í senn.
Bankastjóri — (Kemur frá hægri.
Hans hreyfir sig ekki. — Gengur
að styttunni, lýtur höfði og andvarp-
ar. Stígur í hásætið. í millitíð hefir
Aðalritstjóri komið og Hans leitt
hann til sætis.) Aðalritstjóri?
Aðalritstjóri — Heill, herra Banka-
stjóri.
Bankastjóri — (Drembilega.) For-
stjóri Heimsbankans.
Aðalritstjóri — (Auðmjúkur.) —
Herra forstjóri Heimsbankans.
Bankastjóri — Hver gaf ykkur
hlaðamönnum leyfi til að kunngera
almenningi, að gullið, sem undir-
staða vor, væri úr sögunni?
Aðalritstjóri — Við fengum bend-
lng í þá átt, bæði frá stjórnarráðinu
°S Musterinu. Svo var þetta komið á
vitorð fjölda manna.
Bankastjóri — Vér ætlumst ekki
að fréttir sem stórblöðin flytja
séu endilega í samræmi við þvaður
skrílsins.
Aðalritstjóri — En hvernig væri
ritfrelsi voru komið, ef blöðunum
leyfðist ekki, að birta þær fréttir,
sem þegar eru á hvers manns vörum?
Bankastjóri — Frelsi! Frelsi!
Slagorð skrílsins. Eins og hann hafi
ekki nóg frelsi, þó blöðin gefi honum
ékki byr undir báða vængi. — Leður-
blöðkuvængi! Ekki ölum vér ykkur
blaðamenn til þess að æsa múginn til
meira grufls og gamburs. Eins og oss
skilst ritfrelsið, verður það svo best
verndað, að einhverjar hömlur séu
lagðar á draumóra og þvætting skríls-
ins.
Aðalritstjóri — Eins og háttvirtur
herra forstjóri Heimsbankans veit, er
eg honum samþykkur um alt sem
snertir ritfrelsi, ritstjórn og skrif-
finsku yfirleitt. En með hans leyfi,
langar mig til að benda háttvirtum
forstjóra Heimsbankans, á afstöðu
okkar blaðamanna í þessu máli.
(Þögn.)
Bankastjóri — Ekki meinum vér
þér málfrelsi, séu skoðanir þínar ekki
andvígar viðteknum f jármálasann-
indum.
Aðalritstjóri — Fréttamenn okkar
hafa sannanir fyrir því, að all mikið
gull hafi nú þegar verið ónýtt, og að
fleiri en þeir, séu þessa vísir. Mér
fanst því, eg þjóna auðvaldinu best
með því, að brjóta opinberlega upp á
málinu, en með allri gætni, og á þann
hátt, að lítið væri gert úr þessu ó-
bærilega slysi, sem eðlisfróðir ó-
happamenn hafa bakað yður, auð-
valdsherrum. Eg tók þá stefnu, að
málið yrði rætt þannig, að lesendum
blaðanna gæfist ekki kostur á, að
mynda sér sjálfstæðar skoðanir, fyr