Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 78
56
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
en að þér fjármálamenn, hafið komið
ár yðar fyrir borð.
Bankastjóri — Fréttin var þó ekki
officiallis fyr en stórblöðin fluttu
hana, og því markleysa.
Aöalritstjóri — Með leyfi herra
forstjóra Heimsbankans, það var ekki
viðlit að þegja hana í hel. Hún gat
verið fullyrt nær sem var af þeim sem
við höfum ekkert taumhald á; og
slegið lýðinn, eins og þruma úr heið-
skíru lofti. í því tilfelli hefðu lýð-
skrumarar, en ekki við aðalritstjórar,
yfirhöndina.
Bankastjóri — Færi betur að þú
hafir rétt reiknað. En vort álit er, að
með því að setja innsigli ykkar á
þetta, sem var aðeins flugufrétt, hafið
þið gefið tauminn í hendur bölsvík-
inga og bullustrokka, og þannig gert
þeim greiðara fyrir, að vefja véla-
brögð sín og djöfulsins, áður en vér
náum fullum sönsum, eftir þetta rot-
högg.
Aðlaritstjóri — Með leyfi herra
forstjóra Heimsbankans, lít eg öðru-
vísi á málið. Enda er eg í engum
vafa um það, að einmitt hér, í kvöld,
verður þessu vandamáli ráðið til
lykta.
Bankastjóri — (Andvarpar) And-
inn gefi orðum þínum sigur. (Akveð-
inn.) En vér krefjumst þess, að
framvegis verði ströng ritskoðun við-
höfð um alt sem moðað er í skrílinn,
þesu máli viðvíkjandi.
Aðalritstjóri — Stjórnarráðið hef-
ir þegar skipað ritskoðunarnefnd,
sem tekin er til starfa.
Eðlisfræðingur — (Kemur.) Gott
kvöld herrar.
Aðalritstjóri — Gott kvöld, herra
Eðlisfræðingur.
Bankastjóri — (Með þjósti.) Þá
hefir ykkur tekist að gera heyrum
kunn síðustu afrek vísindanna.
Eðlisfræðingur — Við erum ekki
vanir, að auglýsa afrek vísindanna,
eins og herra forstjóri Heimsbankans
kemst að orði. Það verða aðrir til
þess. En það er með aukinn skilning
mannanna á náttúrunni eins og ljós-
ið. Það verður ekki falið í myrkri,
og sannleikurinn ekki í fáfræði.
Bankastjóri — Þvaður! Það væi'i
fróðlegt, að fá að vita hvaða ávinn-
ingur ykkur er í því, að snúa gulli 1
gráa ösku.
Eðlisfræðingur — Því verður varla
svarað að sinni.
Bankastjóri — Eitthvert takmark
höfðuð þið með þessum tilraunum,
sem tókust svona vel. Annars finst
oss þetta tiltæki ykkar býsna grun-
samlegt. Eða er ykkur ókunnugt um,
að Bölsvíkingar og aðrir byltinga-
menn, hafa um langa tíð leitast við
að kippa hinum traustu og reyndu
stoðum gullsins undan menningu
vorri ?
Eðlisfræðingur — Slíkar aðdrótt-
anir, í okkar garð, eru óverðskuldað-
ar og ósamboðnar öðru eins mikil"
menni og háttvirtum forstjóra
Heimsbankans. Við höfum ætíð lát"
ið fjármál og pólitík hlutlaus, og
við duttum ofan á þessa aðferð til að
leysa upp gull, var einber tilviljun.
Bankastjóri — Trúleg saga!
vér þekkjum lítið til, á ykkar starf-
sviði, er oss kunnugt um, að vísinda-
legar rannsóknir eru nákvæmari e°
svo, að þar komi tilviljun til greina-
Hálærður vísindamaður hefir haldió
því fram, í mín eyru, að vísindamenn
viðhafi eins flókinn og nákvæma11
reikning við störf sín, eins og ver
f jármálamenn. Og hjá oss er útkom