Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Síða 80
58
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
herra Eðlisfræðingur gerir sér ekki
grein fyrir þeirri fræðimensku og út-
reikningi, sem útheimtist til starfs
okkar hagfræðinga. Það er sitt hvað,
að sannfæra heilvita menn um að vit-
leysan sé vit og lýgin sannleikur, eða
að leita svars upp á þessa eða hina
spurning, hjá móður náttúru.
Bankastjóri — (Rís úr sæti æstur.)
Vér — vér — vér —
Forsætisráðherra — (Kemur. —
Bankastjóri sest.) Gott kvöld, herr-
ar.
Allir — Gott kvöld, herra Forsæt-
isráðherra.
Bankastjóri — Nú vonum vér, að
vérði mælt af viti, en ekki glópsku.
Eða hvers megum vér vænta af herra
Forsætisráðherra?
Forsætisráðherra — Gleðiboðskaps
og góðra ráða frá öllum sem hingað
koma í kvöld. Frá stjórnarráðinu er
það að segja, að það hefir ekki setið
auðum höndum, síðan vér fengum
vitneskju um þetta vísindalega slys,
er kollvarpað gæti menningunni, væri
ekki vel og viturlega ráðið. Stjórn
vor mun fara hægt í sakirnar. Þó
hefir hún, nú þegar, skipað einskon-
ar gjaldeyrisnefnd, til að rannsaka
og yfirvega orsök og afleiðing þessa
dæmalausa óhapps, sem vísindin eru
völd að.
Bankastjóri — Hvað varðar oss um
orsakir og afleiðingar? Ekkert kjaft-
æði! Ekkert fimbulfamb! Hvernig
verður fjármálum vorum og þar með
siðmenningunni, haldið í horfinu án
gulls? Það er eina spursmálið sem
oss varðar nokkru.
Forsætisráðherra — Mikið rétt. En
það verða fleiri og flóknari spurn-
ingar sem háttvirtir kjósendur leggja
fyrir oss.
Bankastjóri — Hvað varðar oss um
þá? Ekki erum vér háttvirtir kjós-
endur.
Forsætisráðherra — Mikið rétt.
Meginstarf nefndarinnar verður, vit-
anlega, að tefja tímann, gefa út als-
konar tillögur og umsagnir. sem
koma þó málinu lítið við. En á með-
an vinst yður, auðvaldsherrum, timi
til að losast úr þessari úlfakrepp11
vísindanna. Auk þess gefst blaða-
mönnum tækifæri til að sýna hatt-
virtum kjósendum, að engu máh
skifti á hverju gjaldeyrir byggist.
Bankastjóri — Oss finst hreinu
óþarfi, að taka skrílinn til greina, 1
sambandi við þetta mál. Eða til hvers
er lögregla og landher?
Forsætisráðherra — Oss má aldre'
gleymast, að lýðræðið ríkir í landi
voru. Og nú sem oftar munu kosn-
ingabrögð reynast best. Skal aðalrú'
stjóri deila ritstjórum í andstæða
flokka, svo blöðin fari þannig inei'*
alt sem málinu viðkemur, að háttvirt
ir kjósendur hafi engin skilyrði til
mynda sér ákveðnar skoðanir, botni
ekki upp né niður í því, og misSÍ
þannig áhuga fyrir því.
Bankastjóri — Og enn staðhasí11111
vér, að gátan sé óráðin. Eða er nokk
urt það efni, í jörð, eða á, sem óhult
er á þessari vargöld vísindanna?
Forsætisráðherra — Mjög óvist, UI'
þessu verði ráðið, án aðstoðar Mustef
isins; en í andanum verður gátan
leyst, og það hér í kvöld.
Bankastjóri — Sú ráðning kemur
varla frá þessum kumpánum. í’01
virðast lausir við áhuga og ábyr&
gagnvart málefninu. ,
Eðlisfræðingur — Eg endurte^
það, að fjármál og hagfræði eru uta
míns starfsviðs.