Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Qupperneq 84
62
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
mseti mætti einnig kalla, kol og olíu,
víðáttu og gróðrarmagn engja og
akurs, afl fossa, auðlegð skóga, fiski -
sæld vatna og sjávar, jafnvel hagsælt
tíðarfar. Svo langt hefir þetta gull-
trúarleysi gengið, að menn hafa álitið
framleiðslu til lífsviðurværis lýðsins
og jafnvel andlegt eða líkamlegt
starf iðjumannsins öllum málmi dýr-
mætara. Fyrir mína miklu lesning
og fræðimensku, er mér kunnugt um,
að eitthvað af þessu tæi átti sér stað
í viðskiftum manna, í landi einu,
langt fram á nítjándu öldina. Þar var
ekkert gull til, en gjaldmet talið, í
álnum klæðis, tölu fiska, sauðfjárs
og svo framvegis, en síðan voru þess-
ar afurðir miðaðar við jarðeignir.
Bankastjóri — (Æstur.) Ómentað-
ir öreigar! Sjálfsagt bölsvíkingar.
(Þögn.) Vér álítum réttast að Hag-
fræðingur nefni landið, sé það ann-
ars til.
Hagfræðingur — Það heitir fsland.
Bankastjóri — (Reiður.) Ætlast
Hagfræðingur til, að vér seljum gull-
menningu vora fyrir villimensku og
gerumst Eskimóar?
Hagfræðingur — Hvorugt. Fyrst
og fremst er engin gullmenning til
sölu, fyrst hún er á faraldsfæti. í
öðru lagi eru íslendingar ekki líkari
Eskimóum en háttvirtir fundarmenn.
Bankastjóri — Hefir nokkur sið-
aður maður heyrt þessa lands getið.
(Þögn.)
Aðalritstjóri — Með leyfi herra
forstjóra Heimsbankans, ísland er
strjálbygt eyland, norður í hafsauga,
annálað fyrir fegurð, fisk og fyllirí,
draugagang og skáldskap.
Bankastjóri — Þetta grunaði oss.
Altaf versnar útlitið. (Andvarpar.)
Eru þá engin ráð?
Gabríella — Leitið og þér munuð
finna. Ekki hjá fákænum mönnuna
heldur í vísdómi Musterisins.
Allir — Amen.
Gabríella — En þér, aumir menn,
snúið sjaldan huganum til vor heil-
agra, fyr en fokið er í flest eða öll
skjól. Ætti yður þó að vera kunnugt
um, að frá Musteri voru streymir sa
andans kraftur, sem ber hina aunau
og lítilsigldu í himininn, en þa
hraustu og hugrökku til auðs °S
valda í heimi hér. Vor heilaga Höf-
uðsmey sá þetta fyrir, sem nú el
framkomið, og í vísdómi sínum lelt'
aði hún í andanum, og fann veg út ur
vandanum. (Allir glápa agndofa a
Gabríellu. Bankastjóri ókyrrist 1
sæti.) Eins og Forsætisráðherra el
kunnugt, höfum vér fullkomna heim-
ild frá Musterinu, til að flytja yðnr
gleðiboðskap þann er reynast wun
æskileg úrlausn yðar vandamáls.
Bankastjóri — (Æstur.) Ó, heil'
aga mær! Leys oss úr þessum spenn'
ingi. í andans bænum og fjörutm
þúsund, flytjið oss gleðiboðskap
Musterisins nú strax í hvellinum
Fundarmenn — (í
Amen.
Gabríella — (Lyftir höndunum
þagnarmerkis.) Yður mun reka minn)
til, að þegar hið heilaga musteri lag^1
undir sig hinar ýmsu kirkjudeil^in
. * ni á
um víða veröld, sló það eign sirm
öll sérréttindi sem kirkjurnar höfðu
áskilið sér, bæði á himni og jörðn'
Einnig fylgdi þessu alt það fe sern
þeim hafði græðst um margar alðir’
þar á meðal gull og gersemar, lTieir
að vöxtum og verðmæti, en nok u ^
önnur stofnun hefir umráð yfir. e^ 1 ^
vill, að undanskildum Heimsbank311^
um. Oss var því ekki með öllu sarS
spenning1^
til