Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Qupperneq 88
66
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Öld heimsins liðin. Ö.ld himnanna
upp runnin. Ekkert hafa róttækir
ribbaldar jagast um, jafn oft og lengi,
eins og gullið; og nú verða þeir að
finna annað efni í nýja tuggu. Svo
er fyrir að þakka, að allur þorri hátt-
virtra kjósenda er að miklu leyti á
valdi Musterisins og andans; og þeg-
ar þeim skilst að stjörnustandarður-
inn er af heilögum toga spunninn, og
sönn byllting hefir átt sér stað, meg-
um vér vera öruggir og vonglaðir um
framtíðina. Að endingu viljum vér
með leyfi herra forstjóra Heims-
bankans, mælast til, að hin heilaga
Musterismey ávarpi oss og háttvirta
kjósendur.
Bankastjóri — Sú er einnig ósk vor
og bæn í andanum.
Gabríella — Látum festingu him-
insins kunngera verk andans.
Allir — Amen. (Vængjahurðirnar
opnast. Háreisti, hróp og sköll frá
torginu. — Fundarmenn líta hver á
annan og ókyrrasit.)
Gabriella — (Gefur þeim merki um
að vera kyrrir. — Grípur útvarpstæk-
ið og fer út á svalirnar.) Hljóð!
Gefið hljóð — í nafni andans.
(Þögn.) í nafni andans flytjum vév
yður mikinn gleðiboðskap, sem er í
senn jarðneskt og himneskt evangel-
íum. Bylting sú, er vér höfum þráð
um langa tíð, er í nánd. Loks hefir
gullkálfinum verið steypt af stóli.
(Fagnaðaróp.) Mammon er fallinn.
(Meiri fögnuður.) Gullstandarður-
inn er afnuminn, fyrir tillögu hinnar
heilögu Höfuðsmeyjar, í ráði með
lýðstjórn vorri og herra forstjóra
Heimsbankans. Hér eftir skulu öll
■heimsins gæði miðuð við fjársjóð
himnanna, himintunglin. Hér eftir
verður himininn öryggisskápur sá, er
geyma skal alla fjármuni vora, bæð1
á himni og jörðu. (Þögn.) Lítið til
himnanna! (Fagnaðaróp og hlátur.)
Þúsund ára ríkið er að ganga í garð.
Allir verða jafnir; því fátækir sem
ríkir eiga jafnt aðgang að himninum-
A-llir mega skoða og dá festinguna-
En hún táknar allan auð þessa heims
og annars. (Fagnaðarlæti og hlátrar.)
í stuttu máli, allar eignir og viðskifti
verða skipulögð á stjörnustandarði-
Gullöld vor er runnin í tímans haf>
en himnaöld vor hafin. (Fagnaðar-
læti, mest hlátrar.)
Fundarmenn — Heyr! Heyr!
Bankastjóri — (Æpir.) Hallelúja*
Gabríella — Og nú boðum vér
yður teikn af himni, í nafni andans
og hinnar heilögu Höfuðsmeyjar-
Látum oss öll sameinast í andanum-
(Dauðaþögn. Fundarmenn lúta höfði-
Musterið lýsist snögglega upp, þann-
ig að það verður að einum risavöxn-
um ljóskrossi. Eftir fáein augnablik
gerist sprenging í Musterinu, og fe^'
ur það í eina öskuhrúgu. Um
slokkna öll ljós borgarinnar. •
Atlas^styttan breytist í ösku. — Að-
eins dauf skíma á leiksviðinu. ’
Ógurleg hróp og köll frá torginu. "
Gabríella hleypur inn í salinn.
Hún og fundarmenn ærast og leggJa
að dyrunum til hægri. — Hans fer
Agnesar og leiðir hana út á svalirn'
ar. Þar standa þau og snúa baki að
áhorfendunum, til leiksloka.)
Bankastjóri — Bölsvíkingar!
Gabríella — Svik! Svik við andann
og Musterið.
Lögfræðingur — Sabbótas.
Forsætisráðherra — Föðurlands
svik.
Hinir — Út með okkur!
Öll — Út! Út! (Þau ryðjast út.)