Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Síða 91
99
6amr®.öÍT mmiiniEii áititii laEmdl—
Eftir Þórodd GuSmundsson fró Sandi
í gamalli þjóðsögu er frá því sagt,
a® norður í Kelduhverfi, milli bæj-
anna Sulta og Víkingavatns, hafi búið
^uldufólk í björgum nokkrum. Undir
þeim á stað einum óx rauðaviðarrunn-
Ur» mikill og fagur. Drengur frá Sult-
Unt hafði þann starfa á höndum að
rgka kýr þaðan að Víkingavatni í
^aga skamt frá bænum. Var það sið-
Ur drengs að slíta hríslu úr runnin-
Ufti, hvert sinn, er hann fór þar hjá og
Vantaði keyri á kýrnar. Leið nú sum-
arið fram, og hafði drengur þann
Sarna sið. Fór því runnurinn að láta
asjá» uns hann eyddist með öllu. En
Una haustið tók að bera á undarlegum
Veikindum í drengnum. Visnaði fyrst
köndin og hann hálfur. Síðan vesl-
aðist hann upp og dó um veturinn.
^itlu síðar var maður, er verið hafði
sjÖtíu. ár fjármaður á Víkingavatni,
staddur nálægt björgum þessum. —
^eyrði hann þá kveðið með rauna-
rödd inni í hömrunum:
“Faðir minn átti fagurt land,
sem margur grætur.
Því ber eg hrygð í hjarta mér
um daga og nætur.”
^ar sú ætlun manna, að runnurinn,
Sem drengurinn reif upp, hafi verið
skemtilundur huldufólksins, og hafi
j?a® viljað gjalda honum rauðan belg
yrir gráan, valdið vanheilindum
hans og dauða.
----Mér hefir á síðustu tímum
orðið saga þessi næsta hugstæð og
þau lífssannindi, er þar má lesa milli
línanna. Vissulega má túlka þau og
útskýra á ýmsar lundir, sé sagan gerð
að dæmisögu. En til þess er hún
óneitanlega vel fallin, enda þótt mér
sé ekki kunnugt um, að það hafi áður
verið gert. Gæti þá rauðaviðarrunn-
urinn táknað helgistað heimilis eða
þjóðar, borgar eða sveitar; drengur-
inn eyðingaröflin í mannheimum eða
þann hugsunarhátt, er lætur sér fátt
um finnast æðri verðmæti; fjármað-
urinn hlutlausan áhorfanda, er skynj-
ar, hverju fram vindur og hvílíkan
sársauka skeytingarleysið getur vald-
ið þeim, er verður fyrir því, en einn-
ig hinum, sem sekur gerist. Segja má
og, að runnurinn fagri gæti táknað
andleg verðmæti: tungu, bókmentir,
listiðju eða þjóðminjar; drengurinn
áhrif utan að komandi afla, sem upp-
ræta gróðurinn á akri þjóðlífsins fyr-
ir tilstuðlan ófyrirleitins æskulýðs;
fjármaðurinn aldni gömlu kynslóð-
ina, er man tvennar tíðir og skilur,
hve mikils er mist, þegar forn menn-
ingarverðmæti fara forgörðum.
Þjóðsögur vorar og ævintýri eru
þeir brunnar lífsspeki og mannvits,
er seint verða þurausnir, þaðan af
síður metnir að verkleikum. Þeir
hafa svalað þyrstri alþýðu um raðir
alda, enda verk hennar sjálfrar. Vitr-
ustu og bestu fulltrúar hennar slóu
töfrasprotum sínum á undirstöðu-
bergið, svo að fram spruttu lífsins