Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Side 92
70
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
lindir hinum til handa. Svo hug-
kvæmir gátu þeir verið í allri sinni
veraldlegu örbirgð, fásinni og ein-
angrun að byggja hamrana ósýnilegri
þjóð, er var svo göfugs og réttláts
eðlis að launa góðverk við marg-
faldri blessun, en hegna mótgerða
grimmilega; reisa þar hallir álfa við
hlið mannlegra hreysa og gæða þetta
hugsaða fólk næstum yfirnáttúrleg-
um mætti í aðra röndina, en geð-
þekkum breyskleika í hina, með auð
þess og allsnægtum. Þessi fagri og
ímyndaði heimur bætti upp fátækt
þjóðarinnar, sætti hana við eymd
sína og niðurlægingu, hóf hana yfir
baslið.
Á menningarsögulegt gildi þessarar
staðreyndar hefir margsinnis verið
bent. En ekki hefir að sama skapi
verið lögð áhersla á hitt, hvern ávöxt
siðgæðishugsjónir þjóðsagnanna geta
borið, sé giftusamlega á haldið. Jafn-
vel þótt enginn beri brigður á þau
töfrandi og undursamlegu áhrif, sem
lestur fegurstu þjóðsagna vorra og
ævintýra hafa á hugi yngri sem eldri,
þá eru fjársjóðir þessir næsta vand-
lega geymdir og lokaðir í hirslum og
miklu sjaldnar handfjallaðir en vert
væri. Ævintýrið um rauðviðarrunn-
ann og huldufólkið í björgunum milli
Sulta og Víkingavatns er ekkert eins
dæmi, þó að fagurt sé og lesa megi
sér til daglegs unaðar og sálubótar.
Meðal þjóðsagna og munnmæla er að
finna fjölda jafndýrmætra demanta.
Af þeim öllum stafar þeirri leiftur-
birtu, er lýsir upp rökkursvið langra
kvölda. Um þá leika friðarbogalitir,
ýmist blikandi skærir eða hjúpaðir
sefandi blæ mildrar slikju. En allir
gleðja þeir augað og hita hjartanu.
Og þeir varpa ljóma yfir land feðra
vorra og mæðra, lauga það í birtu
lita sinna, skíra það í skini elds síns.
“Faðir minn átti fagurt land, sem
margur grætur”. Hve margir eru þel1
ekki, sem trega mega og gráta gulln-
um tárum glötuð verðmæti? Nú les'
um vér hvorki né lærum á sama hatt
og áður óviðjafnanlega fögur vers og
ævintýri. Vér nemum varla framar
sagnir Noregskonunga og Íslending3>
eddur og þætti með öllum þeim land-
vættasögum og fallegu munnmælurI1>
sem þar er snildarlega fléttað inn >•
Mér finst það stórum íhugunarvert,
hvort oss glatast ekki um leið til arð-
gæfra afnota mikilsverðir dýrgrip11”’
Erum vér ekki um leið að slá úr hönd-
um vorum háspilum við leikborð lífs'
ins og jafnframt að firra oss hetju'
lega fegurð?
Sannarlega hefir eigi sjaldan verið
á það minst, hve fagurt land og sa&a
fléttuðust saman, þarsem stóratburð-
ir í lífi þjóðarinnar lifa í tengsluU1
við ýmsa merkisstaði; og hafa margir
snotrir menn um það vélt. En skyl^j1
ekki ævintýrastaðirnir í heimi þju^
sagnanna vera fagrir líka? Þeir eru
að minsta kosti ekki eins blóði drifnir
og hinir. Sá er og jafnan munur a
veröld listarinnar og veruleikans>
ævintýrsins og sögunnar. Eru báða-
næsta dularfullar, en hvor á sinn hátt
Víst er hægt að glata verðmæt1111
öðrum en þeim, sem ryð og molu
granda og missa lönd á annan hátt
hernaðarlega. Nægir því til sönnuna^
að nefna heiðarnar, sem lögðust :
auðn, þegar Vesturheimsferðir
ust og jarðirnar, sem eru að hve
úr tölu bygðra býla þessi árin. ^
hverri þeirra minkar fsland og ÞÍ°
menning þess hörfar undan, lí^1