Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Side 98
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
76
landsins, er gengur oss stöðugt úr
greipum; ágæti mannkostanna og
gestrisninnar, sem fer forgörðum.
Hvað höfum vér fengið í staðinn fyr-
ir gullið, sem horfið er úr hömrum
og haugum? Miljónir bankaseðla í
erlendum borgum. Hvað fékst fyrir
landið, sem vér létum af höndum?
Viðurkenning stórþjóðanna á full-
veldi, sem þær virða lítils. Hvað fá-
um vér í stað fórnarviljans, hjálp-
fýsinnar og hugprýði þeirrar og
gestrisni, sem eiga sér langöruggast
vígi í “fásinni” afdala og afskektra
víkna, þegar einungis fuglar festa
þar bygð? Sjálfsagt verður mér
svarað því, að gistihús og hallir taki
við af hreysunum við heiðaræturnar,
sem oft voru vel þegin skýli vegfar-
endum; sölugreiði komi í stað gest-
gjafar og tryggingarstofnanir og
sjóðir leysi af hólmi hjálpendur í
nauðum. En samt held eg, að vér
hljótum að missa eitthvað, sem marg-
ur grætur, líkt og huldufólkið
skemtilundinn, sem lagðist í auðn.
Til þess að bæta úr því er ekki til
nema eitt ráð. Vér verðum að halda í
heiðri minningunum um alt, sem er
oss heilagt, dýrmætt og kært, halda
vörð um það, kenna æskulýðnum að
meta það, unna því, skilja ágæti þess.
Vér þurfum að kenna honum að fá
auknar mætur á málinu, sem vér töl-
um, bókmentum landsins og lista-
gildi þeirra. Vér eigum að láta hann
læra sem mest af sögum og ævintýr-
um, sálmum, ljóðum, þulum og lausa-
vísum og tileinka sér þá trúfestu,
sæmd og siðgæði, er þar birtist. Eg
veit ekkert heilnæmara lyf, gegn
meinum þeim, er þjóðlífi voru ógna;
ekkert mótvægi áhrifameira gegn
þunga tildurs og tísku; enga sól
bjartari til að yfirskyggja mýraljós
og Saltvíkurtýrur svikinnar menn-
ingar. Vér hljótum að leggja meiri
áherslu á það en nokkru sinni fyr, að
þaulrækta hvern einstakling betur en
dæmi eru til áður og annars staðar.
Af því leiðir, að enn verða lagðar
auknar byrðar á bak þeirra, sem hafa
umsjá með æskulýðnum. Aukinn
vandi hlýtur þá að fylgja vegsemd
þeirri, að vera leiðtogi ungmenna-
Hert verður æ meir á kröfum þeim,
sem gera ber til feðra og forystu-
manna, en einkum til húsmæðra og
kennara. Starf þeirra stétta hefm
löngum verið lítils virt, enda þótt
þær hafi öðrum fremur lagt undir-
stöðuna að gerð þess undursamlega
musteris, sem nefnt er maður. Hus-
móðirin hefir oft verið eiginmanns-
ins þerna, og til kenslu verið valdir
þeir menn, er ekki hafa þótt hæfir
til annars fyrir vitsmuna sakir.
Gagngerð breyting hlýtur að verða
á þessum úreltu viðhorfum. “Traustir
skulu hornsteinar hárra sala”, °&
mikils virtir þeir, er þá leggja, ein=
og brautryðjendur eru í hávegu111
hafðir. Virðingar, trausts og viðut'
kenningar þarfnast þessir bygginSa'
meistarar, ef musterið á að verða vel
reist. En þeim kemur líka vel
njóta skilnings, aðstoðar og sam-
vinnu. Fyrir hönd kennaranna 1
landinu heiti eg á alla góða dreng1
til fulltingis. Eg eggja þá lögegSÍ
an mikilvægasta málefni þjóðarinna1
til stuðnings.
Án styrks og samúðar almennings’
án tilstuðlunar fólksins fá þesSj^
mikilvægu þjónar þess ekki no 1
sín og störf þeirra ekki borið tils6
aðan árangur, musteri framtíðarin11