Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Side 104
82
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
í mörgum lúðraflokkum: 90th Band
í Winnipeg, Jubilee Band og Selkirk
Band, og stjórnaði því síðastnefnda
um tíma, hafði næman fegurðar-
smekk og fékst við tónsmíði. Tvö
yndisleg sönglög veit eg til að hann
hefir samið, annað við kvæði eftir
Harald Sigurgeirsson: “Hér sefur
þú”, hitt við kvæðið “Þekkirðu land
hvar gul sítrónan grær”. Óbætanlegt
tjón væri það ef slík sönglög skyldu
tapast. Hví safnar ekki Þjóðræknis-
félagið slíkum dýrmætum áður en
það er of seint?
Halldór Oddson var talinn bjart-
asta íslenska söngljósið í Winnipeg
á sinni tíð. Hann var píanisti og
hörpuslagari. Eignaðist fyrstur allra
Vestur-íslendinga ítalska hörpu,
stjórnaði íslenskum hljóðfæraflokk í
Winnipeg. Var það orkestur, mynd-
að snemma á árinu 1893. Fyrir góð-
vild Halldórs Swan, sem gefið hefir
mér upplýsingar, get eg sett hér nöfn
flokksmanna: Fyrsta fíólín: Guð-
mundur Anderson, Albert Oliver og
Gísli Goodman. Annað fíólín (sec-
ond): Jón Blöndal og Stefán Ander-
son. Fyrsta cornet: H. Sigurður
Helgason, tónskáld. Annað cornet:
Valdimar Magnússon. Clarinet:
Friðrik Friðriksson. Orgel og píanó:
Halldór Oddson. Mun Halldór hafa
átt þátt í því að árið eftir, var mynd-
aður sænsk-íslenskur lúðraflokkur.
Halldórs naut ekki lengi við; hann
dó á besta aldri öllum harmdauði,
sem höfðu þekt hann og heyrt. Einar
rHjörleifsson og Wilhelm Paulson
•ortu eftir hann, og birtust þau kvæði
'bæði í sama Lögbergs blaðinu. í
kvæði Wilhelms er þetta:
Lék hann kátt á lífsins streng
Létt og dátt sem hörpustreng,
Nú er þögnuð harpan hans,
Harpan þessa glaða manns.
En í Einars kvæði er þetta erindi:
Við kváðum æ með þér vorn kátínu brag,
Er kveinstöfum burt frá oss svifti.
Nú syngur vor æska þér sorgarlag
í síðasta og fyrsta skifti.
Á þeim árum voru helstu söngmenn
hér í Winnipeg og afburða raddmenn
þeir kandidat Einar Sæmundsson,
Dr. Níels Lambertsen og Jón Gísla-
son. Voru þeir mjög í afhaldi hja
fólki, svo oft og vel höfðu þeir skemt
því með söng sínum. Allir voru þeir
ölkærir og heimsóttu hótelin oft-
Sagði Jón Gíslason að oft hefðu þeif
þrír sungið saman í veitingastofunm
við góða áheyrn og þeim orðið gott
til drykkja í söngvalaun; og
sumbli loknu hefðu þeir þrír marS'
erað norður Aðalstræti syngjandi
“Marselías”.
Ástæða væri að skrifa langt naál
um Lambertsen læknir, einn hinn a-
gætasta læknir sem til WinnipeS
hafði komið og ef til vill meáta mann-
úðarmann í þeirri stöðu að undan-
skildum Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni-
Guðmundur Anderson, hið mesta
glæsimenni og gáfumaður var talihn
fiðlari með ágætum, bæði fyrir sunn-
an línuna og hér. Sagði Gunnsteinn
Eyjólfsson, sem var engin loftung3,
að alt yrði fallegt í höndum hans-
Guðmundur ferðaðist um íslensku
bygðirnar með íþróttamanninum
línuleikaranum Jóni Guðlaugssyn1,
og gat sér þann orðstír að vera best*
íslenski fiðluleikari í Ameríku. TrU1
eg því að svo hafi verið á þeirri tí •