Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Qupperneq 107
KYNNI MÍN AF VESTUR-ÍSLENSKRI HLJÓMLIST
85
norður í Nýja-íslandi, er hún var á
bernsku skeiði og hefir haldið því á-
fram í Winnipeg. Hún hefir auk
annars, unnið dætrum Nýja-fslands
álit fyrir kvenlega fegurð.
Thelma Guttormsson, talin pían-
!sti í fremstu röð, ólst upp í Nýja-
íslandi, en hefir alllengi dvalið í
^innipeg, leikið þar í útvarpið við
góðan orðstír og oftar en nokkur
onnur íslensk kona. Hún er glæsileg
°g mikilhæf listakona og “á ekki
lsngt að sækja það.”
Frú Lovísa Gíslason hefir frá æsku
leikið á píanó af glaðleiftrandi liist.
^iún hefir verið frumglæðir sönglífs
°g söngmenta í íslensku bygðinni við
^iorden, Man., um margra ára bil.
Frú Kristbjörg Sigurðson, píanisti,
kendi píanóspil í Árborg og River-
ion í mörg ár, og æfði barnakóra með
ágætum árangri.
Sigurbjörn Sigurðson lék á cornet
°g knéfiðlu, stjórnaði söngflokkum
°g hljóðfæraflokkum í Nýja-íslandi
°g söngflokki Fyrstu lútersku kirkj-
Unnar í Winnipeg, núverandi söng-
stjóri íslenska karlakórsins. Hann
er tónskáld og hefir lagt fyrir sig
tónafræði.
Gunnar Erlendsson er píanisti af
guðs náð, hefir kent píanóleik í Win-
nipeg um mörg ár. Hann þykir sér-
staklega góður að aðstoða listamenn
°S gera þá áheyrilega eða “tolerable”.
Vigfús J. Guttormsson, aðallega
°rganisti, en tók um tíma píanólexí-
hjá Jónasi Pálssyni og var einn
P^irra nemenda sem Jónas rak ekki
at höndum sér. En Jónas vildi ekki
ey®a tíma í að kenna neinum sem
ekki hafði afburða hæfileika. Vigfús
^rði og ag þeyta bassahorn og lék í
u^raflokkum. Hann var um langt
skeið söngstjóri karlakórsins á Lund-
ar, Man.
Ólafur Þorsteinsson, fiðlari og
klarinetisti, hefir kent fiðluspil og
píanóspil í suðurbygðum Nýja-fs-
lands og getið sér hinn besta orðstír.
Hann er talinn besti fiðlusmiður í
Canada. En eins og kunnugt er, eru
flest önnur fíólín “factory made”
eins og flestir sem á þau leika.
Þau systkinin Jóhannes og Lilja
Pálsson, hann fiðlari, en hún píanisti,
hafa með kenslu sinni á þessi hljóð-
færi útbreitt listarinnar ljós um alt
Norður-Nýja-fsland. Þegar Lilja út-
skrifaðist í píanóspili var hun sæmd
gullmedalíu og gefinn sá vitnisburð-
ur að hún væri bestur píanisti þeirra
sem þá útskrifuðust í fylkinu.
Ragnar H. Ragnar, stjórnaði hin-
um fræga íslenska karlakór í Winni-
peg og söngfjokkum víða í bygðum
fslendinga. Hann er pianisti sem
brillíerar á Moonlight Sonata. Hann
er og fyrirtaks píanókennari, auk
þess kliðmikill ræðuskörungur á ís-
lenska tungu og ágætur “íslands-
mann”.
Þá er að minnast á manninn sem
upp hefir gengið himnastigann
tröppu af tröppu og er nú talinn eitt
af höfuð tónskáldum íslendinga:
Björgvin Guðmundsson. Um langt
skeið hélt hann saman söngflokkum
í íslensku bygðunum í Saskatchewan.
Hann hafði afarlangt að sækja söng-
æfingar og fór það oftast fotgang-
andi að loknu erfiðu dagsverki. “Eg
ætla ekki að hæla séra Oddi Gísla-
syni, guð almáttugur gerir það.” Eg
ætla ekki að hæla Björgvin, það gera
þeir sem mér eru æðri.
Alt sem Björgvin um er vitað
Á fyrir sér að verða ritað.