Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 116
94
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
á bakinu, og jók það ekki lítið á
skemtunina.
Hárkollur karlmanna gerðu menn
ýmist úr ull eða tánum kaðli. Skegg
úr ull og brendur korkur fyrir dökk-
ar andlitslínur. Kvenfólk var betur
sett á þeim tíma, “það var eg hafði
hárið”, minnast margar eldri konur
nú, sem þá tóku þátt í íslenskum
leikjum með fléttur niður að mitti.
Þar sem úrval af íslenskum leik-
ritum var mjög takmarkað á fyrstu
árum vestan hafs — og er raunar enn
— þá gengu þau sömu að láni sveit
úr sveit, en hér, sem annarstaðar
verður fylgt þeirri reglu í hverri
bygð, að geta aðeins þeirra leikja er
sýndir voru af heimafólki þess bygð-
arlags.
En auk þess var það, og er enn sú
venja, eftir að samgöngur bötnuðu,
að bygðirnar heimsóttu hver aðra
með leiksýningar.
Meðal annara leikja sem Framnes-
búar sýndu, var: Esmeralda, sett í
leikrit af Dr. J. P. Pálsson og J. M.
B., Sigríöur Eyjafjaröarsól, Bóndinn
á Hrauni, Jóhann Sigurjónsson,
Syndir annara, E. H. Kvaran, Jón
eftir Hóllmfríði Sharpe, Vinirnir, J.
M. B., Skugga-Sveinn, M. J., Skipiö
sekkur, Indr. Einarsson, Bjargiö, Sv.
Sigurðsson, Dóttir fangans, þýtt af
Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni, Stígurinn
yfir fjalliö, þýtt af frú Ingibjörgu
Ólafson, Brúðkaupskvöldið, síðasti
sjónleikur sýndur þar 1940.
Þegar J. Magnús Bjarnason var
um tíma kennari í Árnes 1891 æfði
hann íslenskan leik og lék sjálfur
aðal hlutverkið. O.g síðar 1901 æfði
hann þar tvo leiki. Tobías Finnboga-
son og kona hans sáu um æfingar á
Sigr. Eyjarfjarðarsól, Ebenesar, Ann-
ríkið, Vesturfararnir, og fleirum.
Árborg varð að mestu leyti mið-
stöð Árdalsbygðar, eftir að samkomu-
húsið var bygt þar, hófust leiksýn-
ingar þar, sem nærliggjandi sveitir
sóttu — og héldust við næstum árlega
í 30 ár. Um 20 lengri leikrit hafa
verið sýnd þar á íslensku, auk fjölda
einþættinga og margra enskra leikja
sýndir af íslendingum.
Meðal leikrita sem Árborgar-fólk
hefir sýnt, eru: Skugga-Sveinn, Es-
meralda, Dóttir Fangans, Ævintýri ■-
gönguför, Tengdamanna, Grænit
sokkar, Syndir annara, Ástir og milj'
ónir, Ástaraugun, Hún gleymdi • • •>
Á heimleið, Apinn.
12
Á fyrstu árum voru þeir Ásgeir
Fjeldsted og Pétur Magnússon
helstu hvatamenn. Á meðan sera
Ragnar Kvaran dvaldi í Árborg
stjórnaði hann 2 eða 3 leikjum, en
síðan hefir Mrs. Hólmfríður Daniel
son stjórnað því nær öllum leikjnn1
sem þar hafa verið sýndir á íslenskn
og ensku, hún hefir einnig leikið þar
í öllum leikjum síðan 1916. Fyrst‘
ísl. leikurinn sem hún tók þatt n
byginni var Bóndinn á Hrauni, þá a
eins 10 ára gömul.
Mrs. Danielson er framúrskaraná1