Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Síða 119
LEIKSÝNINGAR VESTUR-ÍSLENDINGA
97
um tíma, og sóttu þangað árlega fólk
úr öllum áttum langt að, svo sem frá
Lundar, 12 mílur og frá Oak Point,
18 mílur. Það
sýnir meðal ann-
ars áhuga þeirra
sem þátt tóku í
þessum leikjum,
— því ekki var
þar síður erfið-
leikum bundið
en annars staðar
að sækja æfing-
ar — að Kristján
Danielson sótti
æfingar 9 mílur
og hélt heimleið-
is eftir miðnætti, oft í versta veðri
°g vegleysum.
En leikkvöldin var þá oft slegið
UPP í dans á eftir leiknum, þar til
birta tók af degi.
Það er óþarfi að geta þeirra mörgu
Jeikja sem þar voru sýndir, því þeir
voru, að mestu leyti þeir sömu sem
fyr er getið annarstaðar. Þeir sem
°ftast tóku þátt í þeim, voru auk
þeirra sem áður er getið, Jensína
Lanielson (kona Gutt. J. Guttorms.
skálds), Guðný S. Halldórson og
puæbjörn Halldórson, Kristján Dan-
ielson, Kjartan Halldórson, Pétur
Ljarnarson og Thórhallur Halldórs-
son.
Síðar færðist leikstarfsemin til
Lundar, því margt fólk flutti burt úr
^runnavatnsbygð til Oak Point og
Lundar.
Leiktjöld fyrir útisvið voru engin
f Þessum árum, voru því fremur val-
ln leikrit fyrir stofusvið.
Það verður vitanlega slept mörg-
um bygðum og bæjum íslendinga,
Sem þó er kunnugt að sýnd hafa eitt-
hvað af ísl. leikjum, vegna þess að
ekki eru fyrir hendi, ábyggilegar
upplýsingar. Því hvergi í annálum
vestur íslenskrar þjóðrækni er þessa
víðáttumikla og merkilega menning-
arstarfs getið í heild sinni, og verður
því að tína saman úr minni manna og
bókum óteljandi félaga sem notið
hafa alls fjárhagshagnaðar af þess-
um leiksýningum.
Morden - bygðin, sem hefir að
mörgu leyti verið einangruð á þessu
sviði, því ekki hafa þeir orðið fyrir
heimsókn annara leikflokka, hafa því
orðið að vera sjálfum sér nógir, og
hafa sýnt lofsverðan áhuga á því
sviði og hafa ýmsar góðgerða stofn-
anir bygðarinnar notið góðs af.
Þar hafa verið sýnd um þrjátíu
leikrit á íslensku, sum þýdd af bygð-
arbúum. Það er vert að geta nokk-
urra, svo sem: Uppreisnin á Brekku,
úr sögu Gests Pálssonar; Vonir,
kaflar úr Mannamun, Aríurinn, An-
ton Muller, Ást og peningar, þýtt af
J. H. Húnfjörð; Verndarengillinn,
þýtt af J. H. Húnfjörð; Hermanna-
glettur, Gleðilegt sumar, G. G.; Mað-
ur og kona, og Piltur og stúlka, og
margir fleiri, auk fjölda af einþætt-
ingum, og enn heldur þessi starfsemi
áfram í Morden-bygð, þó stríðið hafi
orsakað hlé á því um tíma, sem víða
annarstaðar.
1892 sýndu Argyle-búar Sigr. Eyja-
íjarðarsól, og síðar Skugga-Svein og
Ævintýrið, leikið að Brú og Skjald-
breið og sem oft voru endurtekin
ásamt mörgum fleiri ísl. leikjum.
í Hólabygð var fyrst byrjað að
leika 1894 með Misskilninginn eftir
Kr. Jónsson og Ari flækingur eftir
Ágúst Einarson, Glenboro.
í Glenboro hafa margir leikir verið