Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Qupperneq 120
98
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sýndir á íslensku, svo sem Nætur-
villur, Skygnu augun, Tengda-
mamma, Tengdapabbi, Happið og
margir fleiri.
Einn af fyrstu forvígismönnum
var Sigurður Thorarensen kennari,
góður leikari og söngmaður góður.
Albert Oliver, Torfi Steinson, Gerða
Christopherson G. J. Oleson og
fleiri.
Leiktjöld voru stundum fengin að
láni frá Winnipeg, máluð af Friðrik
Swanson.
Af hinum yngri bygðum íslend-
inga er vert að geta Vatnabygðar í
Saskatchewan: Leslie, Elfros, Moz-
art, Wynyard og Kandahar. í öllum
þessum bæjum og nærsveitum hafa
verið sýndir fjölda margir íslenskir
leikir, — og sumir sem hvergi hafa
verið sýndir annarstaðar, — alt frá
skömmu eftir aldamót til þessa dags.
í Leslie var
Páll F. Magnús-
son þar aðal for-
vígismaður t i 1
margra ára, með
sýningu Skugga-
Sveins, sem var
gamall kunningi
P á 1 s frá hans
fyrra leikstarfi á
Akureyri, er
hann lék Skugga
fyrsta sinn, o g
m i n n i s t sá er
þetta ritar, sem í fyrsta sinn sat á
innsta bekk og hélt sér dauðahaldi í
bekkinn, þegar Páll í gerfi Skugga
steig fram á sviðið og skók atgeirinri
með þrumandi röddu.
Ævintýri á gönguför var einnig
sýnt í Leslie ásamt mörgum fleiri
leikjum.
Elfros og Kandahar sýndu nokkra
ísl. leiki en eru nú hættir því fyrir
löngu.
Mozart-búar hafa þar á móti sýnt
lofsverða rækt í því starfi. Frá 1912
til þessa dags, hafa Mozart-búar sýnt
íslenskan leik á hverjum fyrsta sum-
ardegi í 34 ár, mest af þeim leikjum
voru einþættingar, svo sem Gyðjurn-
ar, Fjallkonan og fuiltrúarnir, Annar
hvor verður að giftast, Blessaður eng-
illinn, Góð kaup, Fyrsta rifrildið,
Gullnemarnir, Erfiðleikar í ástamál-
um, Staðgöngumaðurinn, Gilitrutt,
Afi flutti burt, og marga fleiri, auk
lengri leikja svo sem, Vesturfararnir,
Tengdamamma, Gæíubaunin. Kven-
félög bygðarinnar hafa aðallega stað-
ið fyrir þessum sýningum.
20 21
Wynyard var á tímabili miðstöð
leiksýninga í Vatnabygð og voru þar
sýndir nokkrir leikir á fyrstu árum.
svo sem, Skugga-Sveinn, Litli kofiiW
á Nesi, Hann drekkur, Hermatina-
glettur, og fl. En nokkru síðar,
þegar þeir Axdals-bræður komu íl
sögunnar, Þórður og Hallgrímur’
voru þeir aðal þátttakendur íslenskra
leikja, þeir voru báðir ágætir leikar
ar og söngmenn góðir. Meðal þeirfa