Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Side 123
LEIKSÝNINGAR VESTUR-lSLENDINGA
101
það yrði of langt mál, því leikstarf
Garðar-búa var nær því ós'litið í 45 ár.
Meðal þeirra sem beittu sér fyrir
sýningu íslenskra leikja, var Friðrik
J- Bergmann, síðar prestur og Oddur
Balmann og fleiri.
Mörg síðustu árin hafði Theódór
Thorleifson leikstjórn á hendi, og
Setur margra ágætra leikara svo sem
^rni H. Helgason (nú í Brown, Mani-
t°ba), Thorleifur og Theódór Thor-
leifssynir, Rósa Dalman, Karólína
Balman, Helga Lindal (skáldkonan
Ýndo”), Olla Thorleifson og fleiri.
Eftir 1930 voru aðallega sýndir
smáleikir.
Snemma á árum bygðanna Hallson,
Svold og Akra, voru sýndir margir
Is*- leikir, einnig Pembina, en þar
vtrðist hafa fent í sporin, svo ábyggi-
egar upplýsingar eru ekki fyrir
nendi.
} Mountain-bygð var sýndur sjón-
eikurinn Narfi 1884 eða 5 í húsi
veinbjarnar Jóhannsonar. — Meðal
yrstu leikenda var Sveinbjörn Guð-
^nndson, Sigurlaug Sveinbjörnsdótt-
Eeta Gísladóttir, Barði Skúlason,
°n Guðmundson, Guðm. Guðmund-
^°n- Einnig var leikið í húsi Indriða
'gurðssonar, leikurinn Afturgang-
. ’ Skugga-Sveinn var fyrst sýndur
°g lék Skafti Brynjólfsson
ugga en Jón Guðmundson Grasa
^nðdu. Svo hvert leikritið af öðru
ár, skal hér getið fárra sem
q J er getið annars staðar, svo sem:
Útsvai'iö, Hreppstjórinn
lr Jón Kristjánsson, og Ungling-
i Jf’ e^tlr sama höfund, Maurapúk-
^lokksforinginn, Sveitalíf eftir
^ &Urbjörn Guðmundson, Kærleiks-
Irtliliö úr sögu Gests P. eftir Jón
B. Hólm, Næturvillur, þýðing Krist-
ins Ólafssonar.
Auk Brynjólfssons bræðra sem
mikinn þátt tóku í leikjum fyrir alda-
mót, voru; Jón Blöndal og Björn
Blöndal, Björg Björnsdóttir og Ósk
Hólm. Og síðar H. B. Grímson, H.
T. Hjaltalín, S. J. Hallgrímson, S. A.
Arason, Thórdís Reykjalín, Margrét
Arason, Louise Arason.
Þau félög sem aðallega stóðu fyrir
leiksýningum, voru kvenfélögin,
bindindisfélögin og lestrarfélögin.
Eins og annarstaðar voru margar
leiksýningarnar endurteknar oft og
víða, þess er jafnvel getið að sjón-
leikafélag frá Pembina ferðaðist með
leik til Winnipeg og sýndi hann í
íslendinga félagshúsinu við Jemima
stræti.
Af íslenskum leikritum í enskri
þýðingu má nefna Hadda-Padda og
Fjalla-Eyvind, sem voru sýnd að til-
hlutun íslenskra stúdenta við land-
búnaðarháskólann í Fargo, “undir
leiðsögn hins ágæta leiðbeinanda í
þeim efnum og íslands vinar, próf.
Arvolds” og var Friðrik Swanson
fenginn til að mála tjöldin og aðstoða
við sviðsetningu.
Winnipeg hefir verið miðstöð ís-
lenskra leiksýninga vestan hafs.
Þar eru íslendingar flestir á einum
stað, og því úr miklu að velja, og
lengst af betri tæki en annarstaðar
til leiksýninga. Þrátt fyrir það, eftir
meir en hálfa öld, hafa íslendingar
enn ekki eignast alment samkomu-
hús, með sæmilegu leiksviði.
Leiklistin meðal Vestur-íslendinga
hefir frá fyrstu tíð verið ambátt
ýmsra félagsstofnana, hún hefir, að
undanskildum örfáum skammlífum
tilraunum, aldrei “átt með sig sjálf”,