Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 131
LEIKSÝNINGAR VESTUE-ÍSLENDINGA
109
síður uppörfunar í þessu þýðingar-
mikla menningar og þjóðræknis at-
riði, þó ekkert einasta ár hafi fallið
úr, að ekki hafi verið sýndur sjón-
leikur á íslensku, einhversstaðar í
bygðum íslendinga vestan hafs í 63
ár, þá er því ekki að neita, að upp-
vaxandi kynslóð nýtur því nær ein-
göngu niðursoðinnar leiklistar frá
stórverksmiðjum í Hollywood.
Einn af gömlum og góðum stuðn-
ingsmönnum íslenskra leiksýninga,
Gísli Einarson í Riverton, á þá upp-
ástungu, sem æskilegt væri að tekin
yrði til greina:
“Að Þjóðræknisfélagið sjái um, að
sýndur væri góður íslenskur sjón-
leikur árlega á þingsamkomu félags-
ins í Winnipeg, og síðar ferðast með
bann um allar aðalbygðir íslendinga.”
Ekkert sem er mikils virði, fæst
fyrirhafnarlaust. Það tæki margar
afburða snjallar ræður að hafa jafn
almenn og varanleg þjóðræknisáhrif
ú Vestur-íslendinga, eins og einn
góður íslenskur sjónleikur.
Það á vel við, að nota sem niður-
lagsorð þessarar ritgerðar, það sem
Lárus Sigurbjörnson, — sem mest
og best hefir ritað um leiklist í höf-
uðstað íslands, — sagði:
“Það er ein
leyndardóms -
fylsta sann-
reynd leiklist-
arinnar, að á-
h o r f a n dinn
tekur virkan
þátt í sköpun
þ e s s 1 i s t a-
verks, sem við
köllum leik-
afrek. Á þeirri
sannreynd
byggist það,
að leiklistin er
einhver öflug-
asta lyftistöng menningarinnar, því
að áhrif hennar eru geymd í huga
fólksins, varðveitt þar fersk og lif-
andi sem hver önnur reynsla, sem
orðin er að endurminningu. Þar er
að finna þann fjársjóð, sem góður
leikari eftir lét samtíðarmönnum,
þegar tjaldið er fallið í síðasta sinn.”
Skýringar myndanna
1- Greinarhöfundur.
2. Mynd af húsi Eiríks Eymundssonar
við íslendingafljót, þar sem fyrstu
tveir íslensku sjónleikir voru sýndir
í Nýja íslandi 1883 og 4.
3- Gunnsteinn Eyjólfsson.
Jóhann Briem.
Valgerður Coghill.
Guðrún Björnsson, Riverton, var
fyrsta konan vestan hafs sem lék
Grasa Guddu í Skugga-Sveini 1885-6.
7. Guttormur J. Guttormsson og Gisli
Einarsson (með pipuna), Riverton.
8. Geysir Hall.
9. Jóhann Magnús Bjarnason.
10. Tímóteus Böðvarson.
11. “Biðlar Elisabetar”, Björn Bjarna-
son og J. G. Skúlason.
12. Árborg leikendur í “Apanum” 1939.
Frá v. til h.: Mrs. Þorbjörg Jónasson,
Magnús Sigurðsson, Thór Fjeldsted,
Mrs. Hólmfríður Danielson, Davíð
Jensen.