Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 133
Tuttugasta og sjöunda ársþing Þjóðræknisfélags
íslendinga í Vesturheimi
Var sett af forseta þess, í efri sal Good-
templara hússins í Winnipeg, þann 25.
íebrúar 1946, kl. 9.30 f.h. að viðstöddu
fiiiklu fjölmenni bæði úr borginni og
bygðum Islendinga.
Hófst þingið með því að þingheimur
söng sálminn nr. 32 í kirkjufélags sálma-
bókinni: “Þín miskun ó guð”. Gunnar
Erlendsson aðstoðaði við hljóðfærið.
Þá hafði séra Rúnólfur Marteinsson
°rð fyrir þingheimi í bænargjörð.
Að því loknu las skrifari þingboðið
eins og það hafði birst í íslensku viku-
blöðunum Lögbergi og Heimskringlu:
Tuttugasta og sjöunda ársþing Þjóð-
rasknisfélags íslendinga í Vesturheimi
^erður haldið í Goodtemplara húsinu við
^argent Ave., Winnipeg, 25., 26. og 27.
febrúar 1946.
Áætluð dagskrá:
1. Þingsetning
2. Ávarp forseta
3. Kosning kjörbréfanefndar
4. Kosning dagskrárnefndar
5. Skýrslur embættismanna
6. Skýrslur deilda
!• Skýrslur milliþinganefnda
8. tJtbreiðslumál
9- Fjármál
10. Fræðslumál
11. Samvinnumál
12. Útgáfumál
13. Bókasafnið
14- Kosning embættismanna
15. Ný mál
16. ólokin störf og þingslit
^bing verður sett kl. 9.30 á mánudags-
J^ninn 25. febrúar og verður fundur
qj Evölds. Gert er ráð fyrir, að Ingólfur
r;,s. as°n læknir, sem verður fulltrúi
. 'sstjórnar Islands á þinginu, flytji
arP sitt eftir hádegið þann dag. Um
kvöldið heldur “The Icelandic Canadian
Club” almenna samkomu í Fyrstu lút.
kirkju. Hon. Niels G. Johnson, dóms-
málaráðherra í Norður Dakota, flytur
aðalræðuna.
Á þriðjudaginn verða þingfundir bæði
fyrir og eftir hádegi. Að kvöldinu heldur
deildin “Frón” sitt árlega Islendingamót,
nú eins og í fyrra í Fyrstu lútersku
kirkju. Ingólfur Gíslasón læknir verður
aðal ræðumaður.
Á miðvikudaginn halda þingfundir á-
fram og eftir hádegið þann dag fara fram
kosningar embættismanna. Að kveldinu
verður almenn samkoma í Sambands-
kirkjunni. Verður þar sýnd kvikmynd
af íslandi í litum, og fleira til skemtun-
ar.
Winnipeg, 9. febrúar 1946.
I umboði stjórnarnefndar Þjóðræknis-
félagsins.
Richard Beck, forseti
Halldór E. Johnson, ritari
Þá bauð forsetinn fulltrúa Islands og
stjórnar, herra Ingólf læknir Gíslason og
frú hans, velkomin til þingsins. Sömu-
leiðis bauð hann velkominn til þings
Hon. Niels Johnson, dómsmálaráðherra
Norður Dakota ríkis, sem var viðstaddur.
ÁVARP FORSETA
Háttvirtu gestir og fulltrúar!
Heiðraði þingheimur!
Vér, sem nú erum uppi, lifum á dögum
mikilvægra tímamóta í sögu þjóðanna.
Árið. sem liðið er síðan vér komum hér
saman á seinasta þjóðræknisþingi, var
bæði hið atburðaríkasta og að sama
skapi örlagaríkt fyrir framtíð allra þjóða,
stórra og smárra, mannkynsins alls. Það
var mikið fegins og fagnaðarár í þeim
skilningi, að þá var bundinn endi á hina
geigvænlegu heimsstyrjöld, sem legið
hafði eins og mara á mannkyninu í ná-