Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Side 136
114
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ur lítum of mikið um öxl í félagsstarfi
voru. Eitt er víst, að vér fáum eigi, svo
farsællega gefist, lifað í fortíðinni, né
heldur til lengdar lifað eingöngu á af-
rekum þeirra, sem á undan oss gengu og
ruddu brautina, á hvaða sviði sem er.
Eigi að siður er hitt jafnsatt, sem Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi segir í þess-
um ijóðlínum:
Minning þeirra, er afrek unnu,
yljar þeim, sem verkin skilja.
En því aðeins erum vér verðugir arf-
þegar slikra manna og kvenna, að vér
höldum hátt á lofti merki þeirra hug-
sjóna, sem þeir helguðu starf sitt og
berum það fram til nýrra og stærri sigra;
getum, með öðrum orðum sagt, að því er
snertir þjóðræknisstarfsemi vora, þau
menningarverðmæti, sem vér höfum að
erfðum fengið, lífrænt afl í samtíðinni,
orkulind nýrra dáða, minnug eftirfar-
andi orða Einar Benediktssonar:
Vér eigum sjálfir á eftir að dæmast,
af oss skulu forfeður heiðrast og
sæmast, —
sem studdu á lífsins leið vorn fót,
sem ljóðin við vöggurnar sungu.
Það fagra, sem var, skal ei lastað og
lýtt,
en lypt upp í framför, hafið og prýtt.
Að fortíð skal hyggja, er frumlegt skal
byggja
án fræðslu þess liðna sést ei hvað er
nýtt.
Þá ætla eg, að viturlega sé að verki
verið í félagsmálum vorum, ef þeim
leiðarmerkjum er fylgt í starfinu: aldrei
mist sjónar á sígildum menningarverð-
mætum vorum frá liðinni tíð og fyrir-
dæmi þeirra, sem brautina ruddu, né
heldur þeim kröfum, sem samtíðin gerir
til vor, og skyldum vorum við framtíð-
ina, afkomendur vora.
Á liðnu starfsári höfum vér, sem að
undanförnu, átt á bak að sjá mörgum á-
gætum félagssystkinum, sem stutt höfðu
drengilega starfsemi vora og sýnt með
því í verki ræktarsemi sína við arfinn
íslenska. í þeim hópi voru þau hjónin
Jóhann Magnús Bjarnason, sagnaskáldið
vinsæla og heiðursfélagi vor, og Guðrún
kona hans, er það alkunnugt, hve djúp-
stæð var ást Jóhanns Magnúsar á ls-
landi, tiginni tungu vorri og menning-
ararfinum íslenska í heild sinni, og
hvern hlýhug hann bar til félags vors;
hann lagði einnig ólítinn skerf til tíma-
rits þess með sögum sínum og ritgerð-
um.
Auk þeirra hjóna, hafa þessir félags-
menn og konur látist á árinu, eftir því,
sem fjármálaritari, Guðmann Levy, tjáir
mér: Mrs. Oddfríður Johnson, Winnipeg;
Magnús Peterson bóksali, Norwood,
Man.; Sigurður Sigurðsson, Vancouver,
B. C.; Jón J. Húnfjörð, Brown, Man.; Mrs.
Svafa Lindal, Winnipeg, Man.; Mrs.
Guðrún Sölvason, Winnipeg; fræðimað-
urinn Magnús Sigurðsson frá Storð,
Gimli, Man.; Mrs. Katrín Egilsson, WýO'
yard, Sask.; Mrs. Guðrún E. Björnsson,
Wynyard, Sask.; Björn M. Paulson, lög-
fræðingur, Árborg, Man.; Mrs. Guðrún
Jóhannsson, Winnipeg, og Mrs. Þóra
Gíslason, Reykjavík, Man.
Minnumst vér þeirra allra með sökn-
uði og einlægu þakklæti fyrir samstarf-
ið, og vottum ættmennum þeirra og
vinum heilhuga samúð vora. Sýnum svo
minningu þessara föllnu samherja vorra
tilhlýðilega virðingu með því að rísa á
fætur.
Stjórnarnefndin hefir á árinu leitast
við að leysa sem trúlegast og heppileS'
ast af hendi þau mál, sem síðasta þjóð'
ræknisþing fól henni til athugunar og
framkvæmda, samhliða öðrum málum,
sem henni hafa borist til meðferðar.
Útbreiðslumál
í þeim málum má fyrst geta þess, að
forseti hefir af hálfu stjórnarnefndar
staðið í bréfasambandi við próf. Trygg',£’
J. Oleson, sem nú er kennari í sagnfrm®1
við fylkisháskólann í British Columbi3;
viðvíkjandi stofnun þjóðræknisdeildar 1
Vancouver. Bréf frá honum rétt nýkomi
flytur þá góðu frétt, að íslensku félögm
“ísafold” og “Ingólfur” þar í borg ha 1
sameinast og samþykt að gerast sarrl
bandsdeild í Þjóðræknisfélaginu. Er °s®
þetta að vonum mikið ánægjuefni