Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Side 136

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Side 136
114 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ur lítum of mikið um öxl í félagsstarfi voru. Eitt er víst, að vér fáum eigi, svo farsællega gefist, lifað í fortíðinni, né heldur til lengdar lifað eingöngu á af- rekum þeirra, sem á undan oss gengu og ruddu brautina, á hvaða sviði sem er. Eigi að siður er hitt jafnsatt, sem Davíð Stefánsson frá Fagraskógi segir í þess- um ijóðlínum: Minning þeirra, er afrek unnu, yljar þeim, sem verkin skilja. En því aðeins erum vér verðugir arf- þegar slikra manna og kvenna, að vér höldum hátt á lofti merki þeirra hug- sjóna, sem þeir helguðu starf sitt og berum það fram til nýrra og stærri sigra; getum, með öðrum orðum sagt, að því er snertir þjóðræknisstarfsemi vora, þau menningarverðmæti, sem vér höfum að erfðum fengið, lífrænt afl í samtíðinni, orkulind nýrra dáða, minnug eftirfar- andi orða Einar Benediktssonar: Vér eigum sjálfir á eftir að dæmast, af oss skulu forfeður heiðrast og sæmast, — sem studdu á lífsins leið vorn fót, sem ljóðin við vöggurnar sungu. Það fagra, sem var, skal ei lastað og lýtt, en lypt upp í framför, hafið og prýtt. Að fortíð skal hyggja, er frumlegt skal byggja án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt. Þá ætla eg, að viturlega sé að verki verið í félagsmálum vorum, ef þeim leiðarmerkjum er fylgt í starfinu: aldrei mist sjónar á sígildum menningarverð- mætum vorum frá liðinni tíð og fyrir- dæmi þeirra, sem brautina ruddu, né heldur þeim kröfum, sem samtíðin gerir til vor, og skyldum vorum við framtíð- ina, afkomendur vora. Á liðnu starfsári höfum vér, sem að undanförnu, átt á bak að sjá mörgum á- gætum félagssystkinum, sem stutt höfðu drengilega starfsemi vora og sýnt með því í verki ræktarsemi sína við arfinn íslenska. í þeim hópi voru þau hjónin Jóhann Magnús Bjarnason, sagnaskáldið vinsæla og heiðursfélagi vor, og Guðrún kona hans, er það alkunnugt, hve djúp- stæð var ást Jóhanns Magnúsar á ls- landi, tiginni tungu vorri og menning- ararfinum íslenska í heild sinni, og hvern hlýhug hann bar til félags vors; hann lagði einnig ólítinn skerf til tíma- rits þess með sögum sínum og ritgerð- um. Auk þeirra hjóna, hafa þessir félags- menn og konur látist á árinu, eftir því, sem fjármálaritari, Guðmann Levy, tjáir mér: Mrs. Oddfríður Johnson, Winnipeg; Magnús Peterson bóksali, Norwood, Man.; Sigurður Sigurðsson, Vancouver, B. C.; Jón J. Húnfjörð, Brown, Man.; Mrs. Svafa Lindal, Winnipeg, Man.; Mrs. Guðrún Sölvason, Winnipeg; fræðimað- urinn Magnús Sigurðsson frá Storð, Gimli, Man.; Mrs. Katrín Egilsson, WýO' yard, Sask.; Mrs. Guðrún E. Björnsson, Wynyard, Sask.; Björn M. Paulson, lög- fræðingur, Árborg, Man.; Mrs. Guðrún Jóhannsson, Winnipeg, og Mrs. Þóra Gíslason, Reykjavík, Man. Minnumst vér þeirra allra með sökn- uði og einlægu þakklæti fyrir samstarf- ið, og vottum ættmennum þeirra og vinum heilhuga samúð vora. Sýnum svo minningu þessara föllnu samherja vorra tilhlýðilega virðingu með því að rísa á fætur. Stjórnarnefndin hefir á árinu leitast við að leysa sem trúlegast og heppileS' ast af hendi þau mál, sem síðasta þjóð' ræknisþing fól henni til athugunar og framkvæmda, samhliða öðrum málum, sem henni hafa borist til meðferðar. Útbreiðslumál í þeim málum má fyrst geta þess, að forseti hefir af hálfu stjórnarnefndar staðið í bréfasambandi við próf. Trygg',£’ J. Oleson, sem nú er kennari í sagnfrm®1 við fylkisháskólann í British Columbi3; viðvíkjandi stofnun þjóðræknisdeildar 1 Vancouver. Bréf frá honum rétt nýkomi flytur þá góðu frétt, að íslensku félögm “ísafold” og “Ingólfur” þar í borg ha 1 sameinast og samþykt að gerast sarrl bandsdeild í Þjóðræknisfélaginu. Er °s® þetta að vonum mikið ánægjuefni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.