Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 140
118
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
og það harla mikilvœgt, sem eg vil ræða
stuttlega. Nokkru eftir þjóðræknisþing-
ið í fyrra barst stjórnarnefndinni bréf
frá Valtý Stefánssyni ritstjóra, formanni
Menntamálaráðs íslands, og Boga Ólafs-
syni yfirkennara, forseta hins íslenska
Þjóðvinafélags, er fjallaði um það, hver
nauðsyn bæri til að safna vestan hafs
íslenskum verðmætum sögulegs og
menningarlegs gildis, áður en það yrði
um seinan, svo sem sendibréfasöfnum
heiman af íslandi, skrifuðum fróðleik,
óskráðum minningum, sem merkar mega
teljast, þjóðsögum og öðrum þjóðlegum
fróðleik, kveðskap, íslenskum þjóðlög-
um, og tilbrigðum alþýðumáls, sem vera
mætti, að lifðu hér vestra, en gleymd
væru á Islandi. Einnig var það tekiö
fram, að Mentamálaráð og Þjóðvinafé-
lagið væru fús á að bera kostnað af
söfnuninni, enda yrði árangur hennar
gerður tilkvæmur þeim stoínunum.
Ennfremur töldu bréfritendur æskilegt,
að dr. Stefán Einarsson professor tæki
þetta að sér að einhverju eða öllu leyti.
Stjórnarnefndin svaraði þessu bréfi á
þá leið, að hún vildi gjarnan notfæra
sér þetta ágæta tilboð og eiga samstarf
um þetta nauðsynjamál við umrædd
félög eftir því, sem unnt er. Jafnframt
skýrði hún frá viðleitni Þjóðræknisfé-
lagsins og milliþinganefnda þess um
slíka söfnun á undanförnum árum, en
taldi sig einnig sammála þvi, að æski-
legt væri að njóta aðstoðar dr. Stefáns
í þessu máli, sérstaklega varðandi þá
hlið söfnunarinnar, sem snertir islenska
tungu vestan hafs. Þá er hann var á
ferð hér síðastliðið sumar, átti forseti
tal við hann um málið, og er hann fús
til að verða þar að liði eftir ástæðum.
Samkvæmt síðara bréfi frá formanni
Menntamálaráðs og forseta Þjóðvina-
félagsins, hefi eg sent þeim fyllri upp-
lýsingar um söfnunarstarfsemi félags
vors í þessa átt, og endurtóku þeir i
nefndu bréfi fúsleika stofnana sinna til
þess að veita Þjóðræknisfélaginu stuðn-
ing í því máli.
Vil eg mælast til þess, að tekið verði
til sérstakrar athugunar hér á þinginu
í sambandi við væntanlega skýrslu frá
milliþinganefnd i málinu, með hverj-
um hætti félagið getur notfært sér sem
best og söfnuninni til mestrar eflingar
hið rausnarlega tilboð Menntamálaráðs
og Þjóðvinafélagsins, meðal annars Það-
hvort senda ætti sérstakan mann um
íslensku bygðirnar hér vestra í söfn-
unar erindum. í því sambandi myndn
að því er snertir varðveislu sögulegra
gagna, svo sem handrita, heppilegt að
taka til greina bendingar dr. Helga P-
Briem, í viðtali hans um þessi mál við
vestur-íslensku vikublöðin síðastliðið
sumar.
Undir samvinnumálunum við ísland
þykir mér einnig hlýða að geta þess, að
mér hafa nýlega borist fyrirspurnir um
styrk þann til íslendinga vestan haÞ
til náms í íslenskum fræðum við Ha_
skóla Islands, sem Alþingi samþykti a
veita úr ríkissjóði fyrir nokkrum árum
síðan, og vakin hefir verið athygH •
oftar en einu sinni í blöðum vorum-
Eigi að síður vil eg á ný minna fólk a
styrk þennan, en hann er ætlaður manU1
eða konu af íslenskum ættum í Canaua
eða Bandaríkjunum, sem lokið hefir
stúdentsprófi þar. Umsóknir um styrkiu11
sendist til stjórnarnefndar þjóðraeknis
félagsins, en oss ætti að vera það metn,
aðarmál, að einhver úr vorum hópi t8efj
sér í nyt tækifæri það, sem hér býðst ti
náms í islenskum fræðum og dvalar
Islandi.
Þá hefir stjórnarnefndin þegar tek'
til athugunar með hverjum haetti hui1
geti stuðlað að því, að sem flestir ®
lendingar á þessum slóðum fái t£B
færi til að hlusta á Karlakór Keykla
víkur, er hann kemur, söngför til ve
urheims næsta haust, og er gjaid_
félagsins, Grettir L. Jóhannsson rse 1
maður, að vinna að því máli.
Loks vil eg geta þess, að forseti sedg
biskupi Islands, dr. Sigurgeir Sigur^g
syni, og prestastefnunni, sem og
Benedikt G. Waage, forseta íþi'ótta3 ^
islands á íþróttamóti þess, kveðjur ^
lagsins og þakkir fyrir auðsýndan &
hug i þess garð, og bárust hlý svars
frá báðum þeim aðilum. Ennfremur
aði forseti á hljómplötu ávarp frá e ;s
inu í tilefni af fyrsta afmæli lýðve