Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Qupperneq 141
ÞINGTÍÐINDI_____________________119
ins 17. júní og áramótakveðju, er ís-
lenska ríkisútvarpið víðvarpaði.
Félagsbróðir vor og velunnari dr. Árni
Helgason reeðismaður, flutti einnig
kveðjur frá félaginu á aðalfundi Þjóð-
ræknisfélagsins á íslandi, á ferð sinni
þar fyrri hluta þessa vetrar, og bar með
þeim hætti og öðrum kveðjuflutningi
sínum vinaboð milli Islendinga yfir
hafið. Þá veit eg, að hinir mörgu vinir
Birgis Halldórsson söngvara innan fé-
lags vors hafa fagnað yfir hinum ágætu
viðtökum, sem hann átti að fagna á
söngför sinni til Islands, er var honum
og oss löndum hans í landi hér til sóma.
Samsœti og samkomuhöld
1 samvinnu við islensku fylkisþing-
mennina í Manitoba og forstöðunefnd-
ina á Gimli átti félagið hlut að móttöku
landstjóra Canada, jarlsins af Athlone,
°g Alice prinsessu, er þau heimsóttu
landnám Islendinga 26. apríl s. 1., en
landstjórinn er, sem kunnugt er, heið-
ursverndari félagsins. — Þátttökuna af
hálfu þess önnuðust, vara-forseti, gjald-
heri og skjalavörður, en forseti sendi
landstóranum bréflega kveðju og þakk-
aði honum í félagsins nafni fyrir þann
sórna, sem hann hafði sýnt því og Is-
I6ndingum er hann gerðist verndari
þess.
Ivar Guðmundsson fréttaritstjóri
“Morgunblaðsins”, hélt í júní á vegum
lélagsins fyrirlestur um ísland, sem var
ágætlega rómaður. Var Þórhildur frú
hans með í förinni, og þóttu þau ágætir
gestir. Stýrði vara-forseti fyrirlestrar-
samkomu þessari í fjarveru forseta. Síð-
ar á árinu bar aðra sérstaklega kær-
homna gesti að garði, þar sem voru þau
hjónin dr. Ófeigur J. Ófeigsson og frú
^agnhildur, en hann hefir undanfarið
átt sæti í stjórnarnefnd Þjóðræknisfé-
lagsins á Islandi og reynst oss Islend-
ibgum vestan hafs mikill vinur og at-
hafnasamur í vora þágu. Efndi stjórn-
arnefnd félags vors til fjölsótts kaffi-
samsætis í heiðursskyni við þau hjón-
ln> og ávarpaði vara-íorseti þau fyrir
v°ra hönd. Þá átti félagið nokkurn hlut
1 að fagna Ásmundi Guðmundssyni
Prófessor, er oss reyndist mikill aufúsu-
gestur; flutti forseti honum kveðju fé-
lagsins á fyrirlestrar-samkomu hans að
Mountain, en vara-forseti ávarpaði hann
af hálfu þess i kveðjusamsæti, sem lút-
erska kirkjufélagið hélt honum í Winni-
peg. Þá þykir mér sjálfsagt að geta
annara góðra gesta heiman af Islandi,
sem heimsóttu bygðir vorar á síðast-
liðnu ári, en það voru þeir Pétur Sig-
urgeirsson guðfræði-kandidat, Guð-
mundur Danielsson rithöfundur og Guð-
mundur Hjálmarsson bankamaður; að
vísu voru þeir eigi á vegum félagsins,
en fluttu erindi og ávörp á samkomum
deilda þess.
“Icelandic Canadian Club” bauð fé-
laginu þátttöku í samsæti, sem sá fé-
lagsskapur stofnaði til í heiðursskyni
við próf. Thorberg Thorvaldson og frú
hans í tilefni af því, að Manitobahá-
skólin hafði sæmt hann heiðursdoktors-
nafnbót í vísindum; var það boð þakk-
látlega þegið og flutti ritari þar ávarp
fyrir hönd félagsins en bréfleg kveðja
var lesin frá forseta.
I samvinnu við íslendingadagsnefnd-
ina á Hnausum tók félagið einnig þátt
i samsæti til heiðurs dr. Stefáni Einars-
syni, er forseti stjórnaði. Þá stóð félagið
að samsæti í tilefni af 70 ára afmæli
Ásmundar P. Jóhannsson bygginga-
meistara, þess mannsins, sem lengst
hefir átt sæti í stjórnarnefnd þess; hafði
forseti samkomustjórn með höndum, en
vara-forseti hélt aðalræðuna fyrir minni
heiðursgestsins.
Síðast en eigi síst skal þess getið, að
deildin “Frón“ og Þjóðræknisfélagið
efndu í sameiningu til fjölmenns og
virðulegs hátiðahalds í tilefni af aldar-
ártíð Jónasar Hallgrímssonar skálds,
sem þótti vel takast.
Útgófumál
Þau hafa á árinu verið fjölþættari en
áður. Ber þar fyrst að nefna tímarit fé-
lagsins, en Gísli Jónsson prentsmiðju-
stjóri hefir með höndum ritstjórn þess
eins og að undanförnu, og hefir hann
margsýnt það, að vænta má hins besta
af honum í þvi efni, bæði um efnisval
og allan frágang. Mrs. P. S. Pálsson hef-
ir aftur í ár annast söfnun auglýsinga í