Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 148
126
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Annað — er Elli'heimilismálið, það
hefir verið standandi nefnd í því nú
meira en heilt ár, og hefir sú nefnd
starfað með mikilli elju og sýnt þar
dugnað og töluverðar framkvæmdir,
lengi vel hélt þessi nefnd starfsfundi
sína vikulega, en hefir nú ákveðið að
halda fundi tvisvar í mánuði.
Þetta elliheimilismál stendur nú svo
að nefndin hefir alla reiðu fengið í pen-
ingum og loforðum alt af tuttugu þús-
undum dollara, og er nú mest af þeim
peningum komið í hendur féhirðis
nefndarinnar, hr. J. J. Straumfjörðs, að
Blaine, Wash. Þetta er aðeins til þess
að minna alla þjóðræknisvini á utaná-
skrift þess manns sem flestir senda þá
peninga til, er þessa fögru hugsjón vilja
styrkja með gjöfum sínum. “Gerið svo
vel”.
Þriðja málið er íslensku kenslu starí
deildarinnar, það hefir gengið afar stirt,
en nú sýnist vera að rofa til einnig í því
máli, nú hafa allmargir boðið sig fram
vilj.ugir til þess að læra íslensku, og er
það mjög ánægjulegt.
Fjármál deildarinnar. — Fjármálin
eru i besta lagi, deildin hafði á árinu
borgað fyrir 50 þjóðræknisrit, sendi
'Skáldinu J. Magnús Bjarnason sál.,
heiðursgjöf að upphæð $50.00, svo allan
kostnað við prentun og fl., viðvíkjandi
elliheimilis starfinu, og í sjóði hefir
deildin nú alt að 100.00.
Niðurlagsorð. — Mikil glaðværð og á-
nægja hefir ríkt á öllum fundum deild-
arinnar, og sýnist svo að islenska fólk-
inu I þessari bygð líki vel það starf sem
deildin Aldan er að gera.
Kveðjumál. — Hér með sendir þjóð-
ræknisdeildin Aldan að Blaine, Wash.,
hinu 27. ársþingi Þjóðræknisfélags Is
lendinga í Vesturheimi, sínar innileg-
ustu heillaóskir.
Aldan vonar og treystir að þinginu
auðnist að gera öllum þeim málum, sem
miða til þroskunar og eflingar íslenskri
þjóðrækni í Vesturheimi, hin bestu
skil. Einnig að vinaböndin milli austur
og vestur íslendinga megi verða sem
allra sterkust.
—Dagsett að Blaine, Wash.,
22. febrúar 1946.
Fyrir hönd öldunnar,
A. E. Kristjánsson, forseti
G. P. Johnson, ritari
Skýrslan viðtekin eftir uppástungu
Eldjárns Johnson, studdri af Guðm. Ey-
ford.
Skýrsla deildarinnar “Gimli” lesin af
ritara.
Sltýrsla þjóðrœknisdeildarinnar
"Gimli" 1946
Það hafa þrír fundir verið haldnir á
árinu. Tveir af þeim voru starfs- og
skemtifundir; allir vel sóttir. Islensku
kenslan gengur vel. — Sex fjölhæfar
kenslukonur (Mrs. O. N. Kardal, Mrs. J-
Tergesen, Miss M. Halldórsson, Mrs. J-
Thorleifsson, Mrs. H. G. Sigurdsson og
Mrs. I. N. Bjarnason). Mrs. H. Danielsson
hefir góðfúslega prentað auka lexiur,
sem hún hefir brúkað, 25 blöð af hverri;
sem kenslukonurnar hafa notað við
tækifæri. Þær vildu gjarnan geta fengið
í framtíðinni samskonar lexíur, og líka
væri gott að fá smávísur fyrir minstu
börnin.
Á ársfundi voru þessir embættismenn
kosnir: Forseti, Dr. K. I. Johnson; V.-
forseti, Mr. Guðm. Fjeldsted; Ritari, Mr-
I. N. Bjarnason; Gjaldkeri, Mrs. E. Ólafs-
son; Fjármálaritari, Th. Thordarson.
Fundurinn samþykti að þjóðræknisþing'
ið sé haldið á sama tíma og að undan-
förnu.
Samkvæmt skýrslu féhirðis hafa út-
gjöld og inntektir á árinu verið:
TEKJUR:
Des. 1944: I sjóði ................$166.21
Inntektir á árinu ................. 129.'
og ............................ 166.21
Samtals ........................,..$296-^
OTGJÖLD:
J. Magnús Bjarnason, gjöf
Agnes Sigurðsson Sjóðinn
Skautahring Gimli-bæjar
$ 50.00
50.00
50.00