Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Qupperneq 154
132
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
the English language, and I think your
work is invaluable; and probably that
will be the part that endures after the
language has been lost.”—Dr. Helgi P.
Briem.
“Eg hefi haft mikla ánœgju af að
kynna mér efni þessarar bókar og veit
eg að hún muni eiga mikinn þátt í því
að útbreiða þekkingu hér vestan hafs á
menningu Islands og sögu . . . . tel eg að
hún sé einkar vel til þess fallin að verða
send ýmsu áhugafólki um málefni ís-
lendinga og íslenska menningu, sem
iðuglega biður um gögn og upplýsingar
til þess að svala fróðleiksfýsn sinni i
þessum efnum. —Hon. Thor Thors.
Eg vil þakka samnefndarmönnum
mínum þeirra ágœta starf og öðrum
þeim sem að einhverju leyti hlyntu að
því, og gáfu okkur uppörfun til þess að
hrinda þessu í framkvæmd. Eg vil þakka
J. T. Beck, formanni Columbia Press,
hans alúðlega samstarf, og ekki síst ber
að þakka próf. Skúla Johnson, sem sýndi
mér þá miklu vinsemd að bjóða mér að
undirbúa erindin undir prentun, því
honum fanst það gæti haft mikið menn-
ingarlegt gildi að gefa út þessa bók. Eg
vil persónulega láta i ljósi mitt hjartans
þakklæti fyrir hans drengilega starf,
látið af hendi með hinni mestu ljúf-
mensku og alúð.
Eg vil þakka öllum öðrum sem hafa
stuðlað að því að starf okkar hefir bless-
ast svo vel, og sér í lagi séra Valdimar
J. Eylands, sem hefir aðstoðað mig eins
og honum hefir verið unt, og aldrei verið
svo þreyttur eða tímabundinn að hann
hafi ekki sótt hvern einasta af fyrirlestr-
um þeim sem fluttir hafa verið síðan
starfið hófst. Eg þakka vikublöðunum
Lögberg og Heimskringlu fyrir ágæta
hjálp og greiðvikni í garð þessa starfs.
Árna eg svo þessu þingi allra heilla
og farsælla málalykta í ö llum þess
störfum.
Hólmfriður Danielson
Tillaga Guðm. Eyfords að skýrslan sé
viðtekin með þakklæti fyrir vel unnið
starf. Stutt af Sveini Pálmasyni og sam-
þykt af þinginu.
Var nú komið að þeim lið, er kveðjur
skyldu fluttar þinginu.
I bráðskemtilegu og hjartahlýju er-
indi flutti Ingólfur læknir Gíslason
kveðjur til Þingsins frá heimaþjóðinni.
forseta hins íslenska lýðveldis, Sveini
Björnssyni, ráðaneytinu í Reykjavík °S
þjóðræknisfélaginu á íslandi.
Forsetinn svaraði þeim kveðjum fyrir
hönd þingsins á viðeigandi hátt. Enn-
fremur kynti hann læknisfrúna, frú Odd-
nýju Vigfúsdóttur fyrir þingheimi.
Hon. Níels Johnson, dómsmálaráð-
herra flutti kveðjur frá ríkisstjóra Norð-
ur Dakota-fíkis og ávarpaði þingið.
Lýstu orð þessa unga mentamanns n®111
um skilningi á verðmæti íslenskra
menningarerfða og ræktarsemi til sstt
þjóðar hans og lands.
Þá afhenti Ingólfur íæknir ræðismann*
Islands í Winnipeg, Grettir L. Jóhann
syni, og ritstjórunum: Stefáni Einarssyn*
og Einari P. Johnson, bréf frá Þjóörsekn^
isfélaginu í Reykjavík þess efnis,
þessum mönnum ásamt eiginkonu -
þeirra sé boðið til heimsóknar á lslan ‘
næsta sumar. Viðtakendur þökku
með nokkrum orðum.
Forsetinn las fjölda af heillaós^
skeytum og bréfum til þingsins og pJ
ræknisfélagsins viðsvegar að.
KVEÐJUR OG SKEYTI
til 27. ársþings Þjóðrœknisfélfl9s
íslendinga í Vesturheimi
- r 194®
Reykjavík, 22. februar
Þing Þjóðræknisfélags Islendinga 1
Vesturheimi, % Richard Beck,
Icelandic Vice-Consulate, Winnipe® f
Þjóðræknisfélag Islands sendir ^
innilegar kveðjur og einlægar óskir
blessunarík störf og framtíð.
Sigurgeir Sigurðss°n
Ófeigur Ófeigsson
ívar Guðmundsson
Hendrik Björnsson
Friðrik HallgrinlSS