Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Qupperneq 157
ÞINGTÍÐINDI
135
Saskatoon, Sask., 21. feb. 194(5
Dr. Richard Beck, forseti
Þjóðræknisfélags Islendinga.
Kæri herra forseti:
Bestu kveðjur og árnaðaróskir til Þjóð-
ræknisfélagsins í tilefni af ársþingi
þess. Því miður get eg ekki sótt þingið
vegna anna, en eg verð með ykkur í
anda. Megi starf þingsins verða farsælt
til framgangs áhugamála félagsins.
Með bestu kveðjum,
Thorbergur Thorvaldson
Minneapolis, February 20, 1946
Dr. Richard Beck:
Best wishes in maintaining and pre-
serving those strong patriotic feelings
toward Iceland, which I found so per-
tnanent among the west Icelanders.
Pétur Sigurgeirsson
Til Þjóðræknisfélags Islendinga í
Vesturheimi, sem nú heldur sitt
27. ársþing í Winnipeg
Herra forseti dr. Richard Beck:
Fyrir hönd þjóðræknisdeildarinnar
“Vestri” hér í Seattle, finn eg mér bæði
skylt og ljúft að senda ykkur, forustu-
naönnum Þjóðræknisfélagsins, og þing-
heimi öllum, árnaðar- og heillaóskir á
þessu yfirstandandi þingi, megi blessun
fylgja öllu ykkar starfi. 1 hvert sinn er
Þið komið saman á þingi í Winnipeg
Hnnum við hér í fjarlægðinni ylinn
streyma til vor, frá miðstöð íslenkrar
bjóðrækni í Vesturheimi, ættarböndin
sfyrkjast, fjarlægðin styttist, við sam-
einustum í anda, verðum allir eitt, með-
an á þinginu stendur.
Þjóðræknisdeildin “Vestri”, sem er ein
elsta meðal Islendinga vestan ha-fs,
hefir þroskast á siðastliðnum tveimur
arum, á stórt bókasafn, kaupir nýjar
hækur árlega, telur nú um 100 meðlimi
°g bætist við á hverjum fundi. Við horf-
Urn því öruggir og vonglaðir til fram-
lðarinnar og vitum að íslensk tunga á
ar*gt líf fyrir höndum hér á Kyrrahafs-
ströndinni.
Með endurteknum heillaóskum til
þingsins!
Vinsamlegast,
H. E Magnússon (forseti)
Evanston, 111., 15. feb. 1946
Dr. Richard Beck, forseti
Þjóðræknisfélags Isl. í Vesturheimi.
Kæri dr. Beek:
Þar sem nú er komið að þingsetningu
Þjóðræknisfélagsins, leyfi eg mér hér
með að senda félaginu mínar hugheil-
ustu kveðjur og heillaóskir á hinu kom-
andi starfsári. Eg er i anda með ykkur
og störfum ykkar, þó í fjarlægð sé.
Nú á þessu fyrsta þingi eftir að friðu:
var fenginn í þessari okkar vandræða
veröld, vona eg að vinar- og vorhugur
ríki í störfum félagsmanna.
Eg sé á bréfi til deildanna frá stjórn-
arnefndinni að mörg áhugamál liggja
fyrir þinginu til úrskurðar og fram-
kvæmda, eg bíð í eftirvæntingu um af-
drif þeirra, og vona að vel fari.
Með vinsemd og virðingu,
S. Árnason
Var svo sungin “Eldgamla ísafold” og
fundi frestað til 9.30 f. h. næsta dags.
Að kvöldi fyrsta þingdagsins stóð
“The Icelandic Canadian Club” fyrir
vandaðri skemtisamkomu í Fyrstu lút-
ersku kirkjunni. Veitti forseti klúbibsins,
frú Hólmfríður Danielsson samsætinu
forstöðu með skörungsskap.
Aðalræðuna flutti Hon. Niels Johnson,
dómsmálaráðherra frá North Dakota.
Var ræða hans: “The World Govern-
ment”, bæði fræðandi og skemtileg með
afbrigðum.
Þannig eiga Islendingar að vera og
auðsýna mentun sína. Þeir eiga að
vera — eða að minsta kosti leitast við að
verða — allra manna röksnjallastir, fróð
astir og mælskastir. Þannig sverja þeir
sig í ættir til Þorgeirs Ljósvetningagoða,
Snorra goða og Einars Þveræings.