Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 161
ÞINGTÍÐINDI
FJÓRÐI FUNDUR
Fundur settur kl. 1.30 e. h. 26. febr.
Fundargerð síðasta fundar lesin og sam-
Þykt.
Umræðum um Agnesar-sjóðinn haldið
áfram frá fundinum fyrir hádegið.
Eldjárn Johnson gerði það að tillögu,
að gerðir stjórnarnefndarinnar séu sam-
þyktar af þinginu og væntanlegri stjórn-
arnefnd falið að halda fjársöfnun áfram
á sama grundvelli. Tillagan studd af
Lúðvik Hólm og samþykt.
Skýrsla deildarinnar “Grund” í Argyle
bygð lesin af séra Fáfnis.
Skýrsla deildarinnar "Grund’' í
Argyle-bygð fyrir 1945
Okkar deild hefir ekki frá neinum af-
reksverkum að segja frá liðnu ári. Hjá
okkur er ekki mikill eldur uppi í þjóð-
ræknismálum, og mun þá líkt hjá okkur
°g víða annarstaðar. Við eigum hér í
öllum pörtum bygðarinnar margt ágætt
fólk, sem vill hlynna að þjóðræknis- og
félagsmálum, og hygg eg engar öfgar að
fólk í okkar bygð sé eins íslenskt og
heilbrigt í anda eins og nokkurstaðar.
Við mistum forseta deildarinnar á
oiiðju ári (séra E. H. Fáfnis), hann flutti
fil Dakota sem kunnugt er, var það
okkur skaði. Var því aldrei fundur hald-
inn fyr en ársfundurinn 4. jan. 1946. Var
v.-forsetinn hr. B. S. Johnson kosinn for-
seti. Væntum við mikils af honum, hann
er snjall maður og duglegur. Tryggvi
Johnson var endurk. féhirðir. Meðlima-
taka 1945 var 47, vonum að verði fleiri
n þessu ári. í sjóði við árslok var $68.65
(þar með taldir $40.00 sem Þjóðræknis-
félagið styrkti íslensku skólann, og sem
éeildin er þakklát fyrir). Var samþykt
á fundinum að nær $55.00 gengi til ís-
^ensku skólans í Baldur, því þar einungis
hefir farið fram íslensku kensla. I Glen-
boro hefir ekki verið hægt að stofna
skóla. Baldur á þakkir fyrir sínar fram-
^Vfemdir, viðleitni við ísl. kenslu er
fofsverð, þó árangurinn sé vafasamur.
•áð nokkru fyrir áskorun Þjóðræknis-
139
félagsins leituðum við samskota til
styrktar hinu aldna, hugljúfa og góða
skáldi, J. M. Bjarnason, sem hefir verið
flestum öðrum prýði okkar V.-lslendinga.
Honum sendum við beint $25.00, og tiL
Þjóðræknisfélagsins $31.50, alls $56.50.
Var það okkur gleðiefni að það komst
til hans í tæka tíð. Fengum við hugljúf
bréf frá honum í sambandi við það. Veit
eg að við hér mundum vilja vera með
að styrkja minnisvarða hugmyndina.
Samskot tókum við á fundi fyrir Ag-
nesar Sigurðsonar sjóðinn, nam það
$26.50. Á Þjóðræknisfélagið heiður skil-
ið að gangast fyrir þessum samskotum,
en Islendingar eru svo andvaralausir
með samskot að lítill árangur verður
nema gengið sé fyrir hvers manns dyr,
en á þessari annríkis öld er erfitt að fá
menn til að gangast fyrir almennum
samskotum.
Beint og óbeint höfum við reynt að
styrkja þau mál sem undir þjóðræknis-
starf heyrir, svo sem að selja “Iceland’s
Thousand Years”, hið frábærlega mynd-
arlega rit Icelandic Canadian Club. —
Meira hefðum við viljað gera, en við
höfum fáum á að skipa, en við horfum
fram á veginn og vonum að afreka meir
í framtíðinni.
G. J. Oleson, ritari
Tillaga Rósmundar Árnasonar, sem
Lúðvík Hólm studdi, að skýrslan sé við-
tekin, samþykt.
Þá las skrifari skýrslu frá G. J. Oleson,
Glenboro, eins nefndarmannanna í söfn-
un sögugagna.
Sagnanefnd Þjóðrœknisfélagsins
Þessu starfi er þannig háttað að hver
og einn nefndarmanna vinnur í sínu
horni (ef nokkuð er unnið). Það eg til
veit hefir nefndin ekki haft neitt sam-
band. Lítið hefir mér orðið ágengt, en
þó hefi eg komist yfir nokkuð af ljóðum
alþýðumanna og aðrar sagnir frum-
stæðs eðlis, einnig nokkuð af fundar-
bókum og gömlum skýrslum frá land-
námsöldinni, sem hafa nokkurt gildi, og
hefi eg verið að vinna að því að fá fleiri