Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 169
ÞINGTÍÐINDI
147
i Ingólfssjóðsmálinu með hliðsjón ti!
þeirra upplýsinga, sem nefndin hefir
getað aflað sér frá lögfróðum mönnum.”
Var málið nokkuð rætt og sitt sýndist
hverjum, eins og gengur.
Bíldfell hélt því fram að peningarnir
hefðu aldrei verið áætlaðir Ingólfi per-
sónulega, heldur til þess að hann gæti
fengið réttláta málsvörn. Hjálmar Gísla-
son hélt því fram, að Þjóðræknisfélagið
ætti sjóðinn, eða afgang hans, þar sem
félagið hefði gert sig fjármálalega á-
byrgt fyrir málstað Ingólfs.
Sumri vildu verja fénu til líknar-
starfs, svo sem Ásgeir Bjarnason, Mrs.
Backman og fleiri.
Aðrir bentu á að Þjóðræknisfélagið
gœti ekki ráðstafað því fé sem enn væri
ekki víst, að það ætti.
Bar svo vara-skrifari, Jón Ásgeirsson
fram svohljóðandi tillögu:
“Að málinu sé vísað til viðtakandi
stjórnarnefndar til frekari afgreiðslu, og
beri henni að halda áfram að afla sér
frekari upplýsingar frá löglærðum
brönnum.” Tillagan studd af Ólafi Pét-
hrssyni.
Séra Philip Pétursson gerði þá breyt-
fbgar uppástungu: “Að leitað sé álits
öómsmálaráðherrans í Manitoba til á-
hvörðunar um Ingólfssjóðinn.
Tillagan studd af mörgUm.
Breytingar uppástungan fyrst borin
UPP og feld.
Aðal tillagan síðan borin upp og
samþykt.
Stungið upp á af J. J. Bíldfell að fund-
^rgerð síðasta fundar sé lesin á fyrsta
Uefndarfundi og af nefndinni afgreiddur.
Stutt af Guðmann Levy og samþykt.
, hessir kosnir i útnefningarnefnd fyr-
lr neesta ár.
Guðmundur Eyford
Mrs. S. Pálmason
G. J. Oleson
Fyrir yfirskoðunarmenn til næsta árs
voru kosnir: Steindór Jakobsson og J. T.
Beck.
Var svo fundi frestað til kl. 8.30 um
kvöldið.
LOKAFUNDUR ÞINGSINS
Fundur settur í Sambandskirkjunni
kl. 8.30 e. h.
Skrifari bar fram tillögu stjórnar-
nefndarinnar um að þessir væru kjörnir
heiðursfélagar i Þjóðræknisfélaginu: Dr.
John C. West, forseti Ríkisháskólans í
North Dakota; próf. Ásmundur Guð-
mundsson, formaður í guðfræðideild Há-
skólans í Reykjavík; séra Albert E. •
Kristjánsson, prestur í Blaine, Wash.,
fyrrum forseti Þjóðræknisfélagsins.
Séra Valdimar J. Eylands studdi til-
löguna og var hún samþykt með ein-
róma atkvæðum.
Hinn fráfarandi forseti, próf. dr. Beck,
ávarpaði þingið og sérstaklega hinn við-
takandi forseta, séra Valdimar J. Ey-
lands. Þakkaði hann öllum fyrir ágæta
samvinnu og sérstaklega hinum viðtak-
andi forseta, sem um langt skeið hafði
verið hans önnur hönd sem vara-forseti.
(Þess verður að geta, að dr. Beck sá sér
ekki fært sökum margháttaðra anna, að
gegna forseta stöðu lengur né eiga sæti
í nefndinni. Mun það almæli að ötullri
og vinsælli forseti verði vandfundinn og
hefir félagið eflst mjög undir hans
stjórn).
Séra Valdimar svaraði með fallegri
ræðu og kvaðst í þjóðræknislegu tilliti
hvorki þekkja lúterskan né unitara til
aðgreiningar, né heldur myndi hann
taka hið minsta tillit til pólitískrar eða
annarar félagslegrar afstöðu manna sem
forseti. (Mun engin sá er átt hefir sæti
með séra Valdimar í stjórnarnefndinni,
að undanförnu, efast um að svo muni
hann reynast. Höfum við ekki átt sam-
vinnu við sanngjarnari og samvinnu
þíðari mann). Han fór nokkrum viðeig-
andi orðum um hinn fráfarandi forseta