Vísir


Vísir - 24.12.1939, Qupperneq 35

Vísir - 24.12.1939, Qupperneq 35
VlSIR 29 vinsælasti þátturinn í jólagleð- inni, þvi hvernig geta þeir, sem því eru vanir, hugsað sér jól án jólatrés. .lólatréð var alger lieimlisiðnaður ef svo mætti segja; það var búið til á þann hátt, að þriggja álna löngum sí- valning var fest við jiall, sem stóð á gólfinu; sívalningurinn myndaði stofn, en í hann voru svo festar glmlir, sem mynduðu greinar, hinar neðstu voru lengstar en smá styttust svo eft- ir þvi, sem ofar dró. Stofn og greinar var síðan vafið með sortulyngi, sem aflað var að haustinu frá landi, ]>ví lyng s]jrettur ekki i eyjunum. Á toppi trésins var komið fyrir stjörnu búinni til úr pappa ef ekki var til útlendur toppur. Síðan var tréð skreytt með alls- konar gerfiblómum og á liverja grein voru hengdar tvær eða fleiri körfur fullar af allskonar sælgæti. Kertum var svo komið fyrir á greinunum og í toppi. Þegar búið var að kveikja á jólatrénu eins og það var kallað, safnaðist fólkið alt með sam- tengdum höndum í einn eða fleiri hringi kringum tréð og söng jólasálma meðan kertin brunnu. Þegar kertin voru út- brunnin var körfunum útbýtt rneðal fólksins og fékk hver maður eina körfu. Jólatréð var síðasti þáttur á dagskrá kvölds- ins og fór fólk úr því að taka á sig náðir. Spil voru aldrei snert á aðfangadagskvöld; það jxítti ekki sæma helgi jólanæturinn- ar. Á jólanóttina var venja að láta ljós lifa i hverju skoti þang- að til bjart var orðið á jóladag. Á jóladagsmorgun gekk bver maður fvrir alla iá heimilinu og bauð gleðileg jól. Eftir að borðaður hafði verið morgunmatur á jóladag var húslestur lesinn og sáhnar sungnir og leið sá dagur fram til kvölds þannig að karlmenn voru við gegningar úti við en kvenfólk sá um matinn; þó var þess vandlega gætt að snerta á engri ónauðsynlegri vinnu og kostað var kapps um að ljúka störfum öllum svo snemma, sem fx-amast var kostur á. Á jóladagskvöld skemli fólk sér eftir föngum; var þá farið í leiki, svo sem jóla- og ]xanta- leik; þá var og dregið um jóla- sveinana, þannig að piltarnir drógu um nxiða stúlknanna, en stúlkurnar piltanna; tóku ungir sem gamlir. þátt i Ieikjum þess- um og þóttj hin besta skemtun. Mannmargt var á flestum lieim- ilunum svo oft gat verið fjör 1 leikjunum. Annar i jólum leið meö mjög svipuðum hætli og jóladagur- inn að öðru en því að þá skcmtu menn sér mest við spil. Spilaði eldra fólkið helst vist en krakkar og unglingar púkk, gosa, hjónasæng og fleh'a. Sjálfsagt þótti að spila út jólin og var oft spilað fram á þriðja- dagsmorgun. Ekki var siður að fara til kii'kju á jólum né nýári, þó út af því væri brugðið el' einmuna blíða var. Það þótti of mikil á- ha’tta að fólk fjölmenti af eyj- unum er dagur var svo stuttur og allra veðra von. Oft bar það við að fólk úr næstu eyjum kom saman á milli liátíðanna og skemti sér þá við dans og leiki; þótti það hin mesta til- hreytni, sem vænta má. Á gamlársdag var annriki mikið við að undirbúa brenn- urnar, en það var og er enn ó- frávíkjanlegur siður að brenna út árið, eins og það er kallað. 1 eyjunum var venjulega brent blysum, því þar er eldiviður mestur aðkeyptur og þótti of dýrt að kynda vita; þó var það stöku sinnum gert. Aftur á xnóti var oftast nóg af efni í blys til staðar. Blysin voru búin lil úr köðlum sem voru táðir í sundur ögn fyrir Ögn; þá vinnu önnuð- úst böi'nin og byi'juðu oft á þvi löngu fvrir jól, því mikið þurfti i mörg blys. Þessu var svo vafið vandlega á endann á langi'i stöng og var borin í tóvei'kið tjara og lýsi; síðan var tuskum vafið utan yfir og yst var svo þéttvafið snæi'i. Blysin voi-u mjög mismunandi að stærð, en stærðin miðaðist við það lxvort barn eða fulloi'ðinn átti að bera. Væru blysin stór og vel til búin gátu þau logað vel í klukku- stund eða meira. Ekki var venja að kvenfólk bæri blys. Þegar orðið var dimt söfnuð- ust blysberarnif saraan með blysin; voru þau nú vætl i olíu og siðan kveikt í og þeim brugð- ið á loft og síðan gengið um með ]>au fylktu liði; varð af þeim bál mikið, sem sást um allan innanverðan Breiðafjörð. Þegar búið var að kveikja í einni eyjunni var óðar svarað í hinum. Á svipstundu komu nú upp raðir af blysum og vitum svo að segja hvert sem litið var, ]>ví vitar sáust einnig af fjölda bæja á landi, bæði í austri, suðri og vesti'i. Mátti svo segja, að Bi'eiðafjörður væri allur up])ljómaður. Það var stór- fengleg og ánægjuleg sjón i senn. Meðan blysin voru borin, voru allir úti að hoi'fa á, sem úr bænum gátu komist. Komið gat það fyrir að veður væri svo óhagstætt á gamlái'sdag að blysförinni væri frestað til ])rettándans,en sjaldan mun það lxafa kornið fyrir að hún færist fyrir með öllu, þótt þátttakan væri nokkuð misjöfn. Á gamlái'skvöld var hátíða- höldum hagað mjög svipað og á aðfangadagskvöldið, að öðru en því að nú skemtu menn sér aðallega við spil og þótti sjálf- sagt að spila sem lengst fram eftir nóttinni, að spila út árið. Venja var að láta lifa ljós .alla nóttina eins og á jólanóttina. Á nýársdagsmorgun árnuðu menn hverjir öði'um gleðilegs árs og ])ökkuðu hið liðna. Á nýársdag skenxtu menn sér svipað og á (jÍRAFFAR í DÁRAGARÐI, jólum, en þá var nokkuð út af brugðið með mat. Þá var venja að skanxta hverjum manni fyrir sig hinn svokallaða nýái-smat. Var sá skamtur svo ríflegur að nægja mundi hverjum meðal- manni í marga daga. Hverjum manni var skamtað sem hér segir: Ein rúgkaka vænleg, um 40 cm. í þvermál og oft önnur minni með; var stóra kakan notuð sem diskur, henni fylgdi svo vænt smjörstykki, sem áætlað var nægilegt viðbit við forðanum, einn lundabaggi heill, en magáll reyktui', rikl- ings-strengsli og væn í-afabelt- issteik. Matur þessi var ætlaður fólkinu, sem aukabiti þvi til gamans og gátu þeir, sem geymnir voru, treint sér liann lengi, enda ekki frítt, að metn- aður myndaðist milli sumra um að eiga hann sem lengst, jafnvel þar til hann var farinn að skemmast, en auðvitað fór það eftir ]xví hvað liver var lundlag- inn til. Það var líka siður að skamta á sama liátt á sunxai'- daginn fyrsta. Hvaðan þessi siður liefir verið í'Uiminn veit eg ekki og heldur ekki hvort það hefir tíðkast í öðrum lands- lilutum, en að því er eg best veit, mun það ekki hafa verið gert norðanlands eða austan. Um vorhátíðamar er fátt að segja, og var þá lítið um skemt- anii', en ])á var farið til kii'kju bæði á páskum og hvitasunnu úr öllum eyjum. Fór þá í það allur dagurinn og þeir, sem heima sátu áttu nóg með að gegna nauðsynlegum störfum. Læt eg hér staðar numið þótt fleira mætti eflaust segja. Sum- ir af nefndum siðum eru nú með öllu aflagðir eins og með nýársmatinn og fleira og verða vart uppteknir aftur. Gæti sjálf- sagt verið gaman að fá saman- hurð á hátíðasiðum úr sem flestum héruðum. Theódór Daníelsson. 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.