Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Síða 16
14 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
árinu 1994 miðað við árið 1993, en talið er að hagnaður hafi verið af rekstri sjávarútvegs-
fyrirtækja bæði árin.
Atvinnuvegirnir í heild: f almennum iðnaði, öðrum en fiskiðnaði og stóriðju, má ætla að
aukningin hafi orðið rösk 3% en um 1% samdráttur varð í smásöluverslun. Aftur á móti varð
um 2,5% aukning í verslun að meðtalinni heildverslun. I þjónustugreinum varð aukningin ívið
meiri.
I landbúnaði er reiknað með að framleiðslan á árinu 1994 hafi orðið 2,5% meiri en hún var
á árinu 1993. í byggingastarfsemi er reiknað með 3-4% samdrætti milli áranna, þrátt fyrir
aukningu í fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði. Aftur á móti varð samdráttur í opinberum
framkvæmdum.
Heildartölurnar benda til þess að afkoman á árinu 1994 hafi batnað um 1,5-2 prósentustig.
2.5 Fjármál hins opinbera
Hér á landi eins og víða í öðrum OECD ríkja hefur hallarekstur og skuldasöfnun hins opinbera
verið viðvarandi vandamál síðari árin. Sú fjármálastefna hefur þrengt að lánsfjármarkaðinum
og leitt til hærri vaxta en ella. Þetta hefur dregið úr fjárfestingu í atvinnurekstri og þannig
dregið úr hagvexti. A árinu 1994 er áætlað að tekjuhalli hins opinbera hafi numið rúmurn 17
milljörðum króna eða sem svarar til 3,9% af landsframleiðslu. Þetta er nokkru hagstæðari
niðurstaða en árið á undan er tekjuhallinn mældist 4,5% af landsframleiðslu. Til samanburðar
var tekjuhalli OECD-ríkjanna 3,8% að meðaltali árið 1994 og 4,2% árið 1993.
Hallareksturinn skýrist bæði af skipulagsvanda í búskap hins opinbera og af erfiðum efna-
hagsskilyrðum hér á landi. Aratuga hallarekstur bendir til þess að við umtalsverðan skipu-
lagshalla sé að etja. Skipulagshallinn er talinn skýra þrjá fjórðu hluta tekjuhallans í aðildar-
ríkjum OECD.
Þróun afkomu hins opinbera, það er ríkis og sveitarfélaga, sýnir að fjárhagsstaða sveitar-
félaganna hefur versnað verulega síðustu misserin. Arið 1993 varð tekjuhalli þeirra ríflega 4,7
milljarðar króna eða sem svarar til 15% af tekjum og er útlit fyrir svipaðan halla 1994.
Heildartekjur hins opinbera námu um 154,5 milljörðum króna á árinu 1994 eða um 35,6%
af landsframleiðslu, sem er heldur lægra hlutfall en árið 1993. Utgjöldin mældust aftur á móti
Mynd 1 Tekjur, útgjöld og skuldir hins opinbera. Hlutfall af landsframleiðslu. Heimild Þjóðhagsstofnun.