Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Síða 20
18 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
Almennt hafa einkaneysluútgjöld fylgt hinni almennu hagþróun. Sé miðað við landsfram-
leiðslu hefur þó orðið vart tilhneigingar til hlutfallslegrar lækkunar frá árinu 1987. Það ár nam
einkaneyslan 63,9% af landsframleiðslunni en var á árinu 1994 59,4% samkvæmt áætlunum.
Þessi hlutfallslega lækkun einkaneyslunnar á fyrst og fremst rætur að rekja til minnkandi
kaupmáttar auk þess sem breyttar efnahagsaðstæður hafa kallað fram breyttar neysluvenjur.
Samneysla: Aætlað er að samneysluútgjöld hins opinbera í heild hafi aukist um 1,4% á milli
áranna 1993 og 1994. Samneysla ríkisins jókst um 0,7% og samneysla sveitarfélaga um 3,5%.
Aukin útgjöld til félags-, velferðar- og atvinnumála skýra að mestu þessa aukningu.
Fjárfesting: Undanfarin ár hefur samdráttur einkennt fjármunamyndunina og á árinu 1994 varð
ekki breyting þar á. Engu að síður má þó greina mikilsverða breytingu þar sem fjármunamynd-
un atvinnuveganna jókst lítillega eftir umtalsverðan samdrátt árin þar á undan. Þessa aukningu
í fjármunamyndun atvinnuveganna má fyrst og fremst rekja til sjávarútvegs, en fjárfesting í
fiskveiðum og fiskvinnslu jókst verulega á síðasta ári. Einnig jukust fjárfestingaútgjöld Pósts
og síma, Rfkisútvarps, auk þess sem sala á tölvum og skrifstofubúnaði jókst um fjórðung. Á
móti þessari aukningu vegur samdráttur í tjárfestingu rafvirkjana og rafveitna, byggingar-
starfsemi og í samgöngum. I heild jókst fjármunamyndum atvinnuveganna um 0,2%.
Fjárfesting í íbúðarhúsnæði jókst um 2%, eftir samdrátt frá 1989. íbúðarspá
Húsnæðisstofnunar gerir ráð fyrir að byggja þurfi 1.200-1.300 íbúðir til að fullnægja eftir-
spurninni eftir nýjum íbúðum næstu árin. Undanfarin ár hefur fjöldi fullgerðra íbúða verið
70
60
50
40
%
Einkarieysla
30
20
—______________ Fjárfesting
10
Samneysia
0
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994
Mynd 4 Einkaneysla, samneysla og fjárfesting 1980-1994. Hlutfall af landsframleiðslu. Heimild
Þjóðhagsstofnun.
nokkru meiri eða um 1.600 íbúðir á ári, sem skýrist að hluta af miklum framkvæmdum við
íbúðir fyrir aldraða.
Fjárfesting hins opinbera dróst saman um 6,6% og munar þar mest um rúmlega 16% sam-
drátt í framkvæmdum við vegi og brýr. Aðrir framkvæmdaliðir hins opinbera lækkuðu einnig
að raungildi, og má nefna að framkvæmdir við götur og holræsi minnkaði um rúm 2% og bygg-
ingaframkvæmdir um tæp 4%.
Sem hlutfall af landsframleiðslu hefur heildarfjárfestingin lækkað jafnt og þétt frá því á
miðjum áttunda áratugnum. Árin 1971-1976 var fjárfestingarhlutfallið í hámarki. Á þessum