Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Page 29

Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Page 29
Tækniannáll 27 er að mestu leyti í höndum verktaka. Fyrirtækið Björgun í Reykjavík sér um að dæla skelja- sandi til verksmiðjunnar en fyrirtæki Jónasar Guðmundssonar á Bjarteyrarsandi í Hvalfirði sér um rekstur líparítnámunnar á Litla Sandi í Hvalfirði. Hráefnanotkun til brennslunnar var með eftirfarandi hætti: Skeljasandur 81.451 m3, líparít til brennslu 16.400 tonn og basaltsandur 300 m3. Kol voru flutt inn til gjallvinnslunnar frá Svalbarða og voru notuð 13.103 tonn af kolum. Áframhald var á tilraunabrennslu olíuúrgangs í gjallofni verksmiðjunnar. Á árinu 1994 var 1.560 m3 af olíuleifum eytt samanborið við 471 m3 árið áður. Töluverðar rekstrartruflanir hafa orðið í ofni samfara aukinni olíueyðingu. Orka olíuleifanna hefur því ekki nýst verksmiðjunni eins og vonir stóðu til. Orka til gjallframleiðslu hefur því aukist verulega milli ára, en vonast er til að orkunýting verði betri í framtíðinni með aukinni reynslu og bættum búnaði til olíuleifabrennslu. Brennsla skautaleifa frá Álverinu í Straumsvík var lítil á árinu, eða 133 tonn, samanborið við 777 tonn árið 1993 og virðist l'ara minnkandi. Senientsframleiðsla: Samfara 3% samdrætti í sölu sements varð sementframleiðsla aðeins 80.856 tonn árið 1994 samanborið við 86.419 tonn, árið 1993. Sementsframleiðsla dreifist þannig milli sementstegunda: Portlandsement 69.399 tonn. hraðsement 9.036 tonn og blönd- unarsement 2.421 tonn. Til sementsframleiðslunnar voru flutt inn frá Spáni 2.050 tonn af gipsi. Járnsúlfati er blandað saman við allt sement sem verksmiðjan framleiðir, en það er gert til að eyða sexgildu krómi úr sementinu. Sexgilt króm getur valdið húðsjúkdómi hjá múrurum. 120 tonn voru keypt af járnsúlfati. Frá íslenska járnblendifélaginu voru keypt 6.478 tonn af járnblendiryki. Járnblendiryk er possolaefni, sem blandað er í sementið til þess að sporna við alkalískemmdum í steinsteypu. Eiginleikar þess sements sem framleitt var á árinu 1994 eru svipaðir því sem var árið áður, enda engar afgerandi breytingar gerðar á framleiðslurásum verksmiðjunnar. Eldur kom upp í pressurými í sementsskemmu verksmiðjunnar í Ártúnshöfða þann 27. ágúst 1994. Miklar skemmdir urðu bæði á vélbúnaði og húseign. Þá brann varahlutalager bílaverkstæðisins til kaldra kola. Þrátt fyrir mikið tjón varð verksmiðjan fyrir litlum skakka- föllum þar sem eignir voru tryggðar. 6.2.2 Kísiliðjan við Mývatn Samtals voru framleidd 25.197 tonn af fullunnum kísilgúr á árinu 1994. Er það 42% aukning frá fyrra ári og 12% meira magn en meðaltal síðustu 5 ára. Þetta er mesta framleiðsla félagsins undanfarin 4 ár. Framleiðsla síðastliðin 5 ár hefur verið að meðaltali 22.402 tonn á ári. Mest hefur verksmiðjan framleitt 29.388 tonn, árið 1985. Samtals var dælt 32.000 tonnum í hráefnisþró verksmiðjunnar á árinu 1994. Síðastliðin 5 ár hefur dæling numið 34.500 tonnum að meðaltali á ári. Á árinu 1994 voru flutt út 24.528 tonn af kísilgúr, en það er tæplega 25% aukning frá fyrra ári. Mest hefur verksmiðjan flutt úr 27.700 tonn árið 1985. Meðalútflutningur síðastliðinna fimm ára er 22.210 tonn. Innanlandssala árið 1994 nam 38 tonnum. Breytingar urðu á stjórn félagsins árið 1994. Þá urðu töluverðar breytingar á starfsmanna- haldi á árinu en öllum starfsmönnum félagsins var sagt upp störfum í árslok 1993. Starfsmönnum fækkaði um rúm 20% á árinu 1994. Á árinu 1994 var tekin í notkun ný rannsóknarstofa. Hafist var handa við skipulegar rannsóknir með það að markmiði að lækka bjórleysanlegt járn í kísilgúr, auk annarra verk- efna er lúta að því að bæta framleiðsluferli verksmiðjunnar og lækka kostnað. Iðntæknistofnun lauk við verkefni á vegum Kísiliðjunnar hf., sem hefur það að markmiði að minnka magn lífræns efnis í hráefni verksmiðjunnar með aðstoð örvera.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Árbók VFÍ/TFÍ

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók VFÍ/TFÍ
https://timarit.is/publication/899

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.