Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Qupperneq 47
Tækniannáll 45
Nemendaskortur og bágur fjárhagur: Það háir deildinni hversu nemendur eru fáir, einkum
með tilliti til valnámskeiða, en samkvæmt reglum háskólans má ekki kenna námskeið nema
minnst sjö nemendur hafi valið það. Námskeið með færri nemendum má kenna sem
lesnámskeið án fyrirlestra, þ.e. nemendur stunda þá sjálfsnám undir handleiðslu. Þröngur
fjárhagur deildarinnar kemur þó í veg fyrir að hægt sé að bjóða upp á rnörg slík námskeið.
Deildin á við mikinn fjárhagsvanda að stríða, en halli á rekstri hennar hefur verið verulegur
undanfarin ár. Innan háskólans er verið að vinna að gerð reiknilíkans fyrir kennslukostnað
allra deilda skólans, sem byggir aðallega á fjölda virkra nemenda og eðli námsins.
Verkfræðideild kemur ekki vel út úr þessu líkani vegna fárra nemenda og vakna óneitanlega
upp spurningar hvort eðlilegt sé að halda þessu námi óbreyttu áfram. Tæknimenntun í háskóla
er dýr og til þess að tryggja gæði hennar verður að hafa lágmarksaðstöðu og fjármagn til
kennslunnar. Bág kjör kennara við háskólann hafa einnig neikvæð áhrif á gang mála.
Verkfræðingar og tæknimenn verða að taka þátt í umræðu um framtíð deildarinnar því hún
snertir ekki síður framtíð tækniþekkingar og iðnþróunar á íslandi. Margir telja eflaust að það
megi taka upp aftur gamla lagið, þ.e. senda alla til náms erlendis. Þetta er mikill misskilningur
því það er löngu liðin tíð að Islendingar geti komið öllum væntanlegum verkfræðinemendum
fyrir í tækniháskólum erlendis. Mikið sinnuleysi ráðamanna er áberandi þegar málefni verk-
fræðimenntunar eru annars vegar. Á þetta ekki síður við um starfandi verkfræðinga, sem
margir sýna deildinni og málefnum hennar lítinn áhuga. Á sama tíma á aukin tækniþekking að
treysta stoðir atvinnulífsins og tryggja samkeppnisstöðu Islendinga í hörðum heirni markaðs-
samfélagsins. Það er eilthvað, sent ekki gengur upp í þessu reikningsdæmi.
9.1.2 Verkfræðistofnun
Verkfræðistofnun Háskóla Islands er vettvangur rannsókna háskólakennara í verkfræði við
Háskólann. Starfseminni má skipta í þrjá meginflokka: I) Undirstöðurannsóknir, II) samn-
ingsbundnar þjónusturannsóknir og III) rannsóknir og uppbyggingu aðstöðu í tengslum við
kennslu í verkfræði. Rannsóknir eru stundaðar á sviði aflfræði, kerfisverkfræði, upplýsinga-
og merkjafræði, varma- og straumfræði, vatnaverkfræði og efnistækni. Verkfræðistúdentar
vinna að sérverkefnum og lokaverkefnum á vettvangi stofnunarinnar. Með tilkomu náms til
meistaraprófs við verkfræðideild HI hefur stofnunin í æ ríkari mæli orðið vettvangur
margvíslegra rannsókna stúdenta.
Velta VHl var á síðasta ári 89 milljónir. Þar af komu 5.8 milljónir sem ríkisframlag til stofn-
unarinnar. Verkfræðistofnun er eini vettvangur grunnrannsókna í verkfræði hér á landi. Stofn-
unin verður 20 ára 1997.
Hér á eftir skulu nefndar helstu stofur stofnunarinnar og viðfangsefni þeirra.
Aflfræðistofa: Meginstarfssvið aflfræðistofu eru undirstöðu- og hagnýtar rannsóknir í afl-
fræði (applied mechanics). Áhersla er lögð á jarðskjálftaverkfræði og vindverkfræði, þar með
talin burðarþols- og sveiflugreining mannvirkja og annarra aflrænna kerfa. Ennfremur
jarðvegs- og bergverkfræði, hafverkfræði og mæli- og tölvutækni. Stofan annast umfangs-
miklar jarðskjálftamælingar á Suðurlandi og Norðurlandi. Annars vegar er um að ræða mæla-
net sem ætlað er að skrá yfirborðshröðun í stærri skjálftum, og hins vegar fjölrása mælikerfi í
nokkrum stærri mannvirkjum, sem ætlað er að skrá hreyfingar þeirra í skjálftum. Mæligögn
frá þessum kerfum hafa verið notuð til að þróa verkfræðileg líkön af jarðskjálftum og áhrifum
þeirra á mannvirki. Þá hefur stofan fengist við margþættar mælingar á vindhraða, vindálagi og
vindsvörun mannvirkja í lengri og skemmri tíma. Vindgögnin hafa m.a. verið notuð við töl-
fræðilega lýsingu vinds á þeim stöðum sem mælt hefur verið á.
Meðal annarra verkefna mé nel'na: rannsóknir á jarðvá, hættumat, kerfisgreiningu mann-