Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Síða 70
5-3
Reykjavíkurborg
Hér á eftir er skýrsla um framkvæmdir borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar á árinu 1994.
Skýrslan er þannig sett upp, að yfirlit yfir kostnað við hina ýmsu framkvæmdaflokka er sett
upp í töflu, en auk þess er sagt í örfáum orðum frá stærstu verkefnum og eru notuð sömu
kaflanúmer og í yfirlitinu.
1 Byggingarframkvæmdir
1.1 Skólamál
Rimaskóli (219,9 m.kr.), hönnun lokið á 2. og 3. áfanga. Fyrsti
áfangi var tekinn í notkun haustið 1994. Hann er með 16 almennar
kennslustofur, hannyrðastofu, smíðastofu, tónlistarstofu, teiknistofu
og 2 hópherbergi. Húsaskóli (80,3 m.kr.), þriðji áfangi var tekinn í
notkun haustið 1994. í áfanganum er m.a. hátíðarsalur, bókasafn,
aðstaða fyrir nemendur og anddyri. Þá var hluti lóðarinnar tekinn í
notkun. Færanlegar kennslustofur (34,5 m.kr.), smíðaðar voru 6 kennslustofur með 3 tengi-
byggingum. Þá voru 6 stofur fluttar á milli skóla. Lóðaframkvæmdir (29,4 m.kr.), unnið við
lóðaframkvæmdir við nokkra eldri skóla.
1.2 Menningarmál
Iðnó (53,8 m.kr.), lokið við viðgerð utanhúss og uppsetningu glerskála. Borgarbókasafn
Grafarvogskirkju (13,5 m.kr.), hönnun og unnið að innréttingum.
1.3 Æskulýðs-, tóm-
stunda- og íþróttamál
Sundlaug í Árbæ (156,2
m.kr.) var tekin í notkun 30.
apríl 1994. Laugardalshöll
(48,6 m.kr), unnið að endur-
bótum vegna heimsmeist-
arakeppni í handknattleik
vorið 1995. Golfvöllur Korp-
úlfsstöðum (18,8 m.kr.), unn-
ið að landmótun, sáningu og
gróðursetningu.
1.4 Heilbrigðismál
Mestu fé var varið til fram-
kvæmda við Borgarspítala
Mynd 1 Skemmtiferðaskip viö Miðhakka. (13,7 m.kr.).