Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Side 75
Reykjavíkurborg 73
Nýjar stofnæðar og mannvirki tengd þeim (8 m.kr.), nýlagnir í dreifikerfi (22 m.kr.) og hafin
var bygging Skemmu 4, I. áfanga á lóð Vatnsveitunnar, Eirhöfða 11 (29 m.kr.).
8.2 Endurnýjun
Endurnýjaðar voru stofnæðar, dreifiæðar, brunahanar og heimæðar fyrir 111 m.kr.
9 Hitaveita Reykjavíkur
9.1 Varmaöflun og miðlun
Boraðar voru nokkrar rannsóknaholur á Höfuðborgarsvæðinu (11,3 m.kr.). Þá var hafin borun
fyrstu rannsóknaholu á háhitasvæðinu á Ölkelduhálssvæði (94,2 m.kr.).
Á Nesjavöllum var unnið að lagningu safnæðar frá holu nr. 9 auk endurbóta og fjárfestinga
í varabúnaði í ýmsum þáttum orkuversins (59,4 m.kr.). Þá var lokið við lagningu bundins slit-
lags og svæðislýsingu á aðkomuvegi að virkjunarsvæðinu (12,5 rn.kr.).
9.2 Aðalæðar
Bessastaðaæð endurnýjuð (46,0 rn.kr.), stofnlögn lögð í Borgaholt (28,0 m.kr.), hafin endur-
nýjun Reykjaæðar I (21,3 m.kr.) og unnið að undirbúningi B-áfanga Suðuræðar (12,8 m.kr.).
9.3 Dreifikerfi
í heimæðar og tengingar var varið 77,1 m. kr., dreifikerfi í Reykjavík 28,2 m.kr., Hafnarfirði
16,2 m.kr. og Kópavogi 15,1 m.kr.
9.4 Húseignir
Til starfsmannahúss á Nesjavöllum var varið 83,7 m.kr.
9.5 Aðrar fjárfestingar
Jarðhitaréttindi í Hvammsvík (25 m.kr.) og á Fremra-Hálsi (28 m.kr.).
11 Reykjavíkurhöfn
Helsta framkvæmd Reykjavíkurhafnar á árinu 1994 var dýpkun Gömlu hafnarinnar, en dýpi
þar hefur verið nánast óbreytt undanfarna áratugi. Fiskiskip hafa á þessum tíma farið stækk-
andi og rista þeirra aukist, fyrst loðnuveiðiskip en síðan frystitogarar. Vegna aukinnar umferð-
ar þessara skipa, en einnig vegna fjölgunar í komum skemmtiferðaskipa var Gamla höfnin
dýpkuð úr -5,5 m meðaldýpi í -7 m dýpi. Magn efnis, sem upp kom var um 300.000 rúmmetr-
ar og var það flutt til losunar á Klettasvæði í Sundahöfn, en þar er unnið að landgerð og
undirbúningi hafnarframkvæmda.
Aðrar helstu framkvæmdir Reykjavíkurhafnar voru ýmis frágangur á nýjum Miðbakka,
landgerð og undirbúningur hafnargerðar á Klettasvæði, landgerð við Kleppsbakka, stækkun
rafdreifikerfis og kaup á fasteignum og tækjum.
12 Strætisvagnar Reykjavíkur
Keyptir voru 2 nýir vagnar á árinu fyrir 28,0 m.kr. Smíðuð voru 10 ný biðskýli.